Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2025 15:56 Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taka þátt í pallborðsumræðum í Róm í kvöld, þar sem Giorgia Meloni er gestgjafi árlegrar jóla- og stjórnmálasamkomu. Vísir/samsett Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins. Um er að ræða viðburð í tengslum við hina árlegu Atreju-hátíðarráðstefnu ítalskra hægrimanna sem stendur yfir í nokkra daga. Í hittiðfyrra voru Elon Musk og Rishi Sunak á meðal gesta, en í ár er Sigmundur Davíð á lista. Hann tekur þátt í pallborði Evrópska íhalds- og umbótaflokksins svokallaða, ECR, þar sem áskoranir íhaldsmanna í Evrópu verða til umfjöllunar. Ísraelskur ráðherra og Evrópuþingmenn meðal þátttakenda Samkvæmt dagskrá hefst viðburður kvöldsins á fordrykk og síðan hefjast pallborðsumræður klukkan níu í kvöld að staðartíma þar sem Antonio Giordano, þingmaður og leiðtogi ERC-flokksins stýrir umræðum. Í pallborði auk Sigmundar Davíðs og Badenoch eru meðal annars Gila Gamliel, ráðherra nýsköpunar-, vísinda- og tækni í Ísrael og Kristoffer Storm, Evrópuþingmaður fyrir Danmerkurdemókrata. Evrópuþingmennirnir Adam Bielan frá Póllandi og Marion Marechal frá Frakklandi sitja einnig pallborðið auk George Simion þingmanni rúmenska fjarhægriflokksins AUR. Sigmundur hélt til Ítalíu í morgun en að sögn aðstoðarmanns hans sem er með í för mun hann þó ekki taka þátt í dagskrá alla helgina sökum heimferðar, en dagskrá líkur með ræðu Giorgiu Meloni í hádeginu á sunnudag. Leikarar og landsliðsmarkvörður láti einnig sjá sig Á morgun er gert ráð fyrir jólakvöldverði þar sem öllu verður til tjaldað ef marka má umfjöllun erlendra fjölmiðla. „Giorgia Meloni sýnir mátt sinn með stjörnum prýddu jólaboði“ segir til að mynda í fyrirsögn breska blaðsins Time. Í greininni er Atreju-hátíðinni lýst sem blöndu af pólitískri ráðstefnu, bókmenntasamkomu og jólaveislu þar sem leiðtogi breska íhaldsflokksins, kardinálar og knattspyrnumarkvörður verða meðal gesta. Þannig séu til að mynda leikarinn Raoul Bova, sem meðal annars hefur brugðið fyrir í þáttunum um Emily in Paris, og Gigi Buffon, fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu, meðal þátttakenda í ár. Hátíðin bjóði til að mynda upp á rökræðutjald og skautasvell auk þess sem ekki sé útilokað að álfar jólasveinsins láti sjá sig, að því er fram kemur í umfjöllun Time um viðburðinn. Gianluigi Buffon á að baki glæstan feril sem fótboltamarkvörður, meðal annars fyrir ítalska landsliðið.Vísir/Getty Ítalía Miðflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Um er að ræða viðburð í tengslum við hina árlegu Atreju-hátíðarráðstefnu ítalskra hægrimanna sem stendur yfir í nokkra daga. Í hittiðfyrra voru Elon Musk og Rishi Sunak á meðal gesta, en í ár er Sigmundur Davíð á lista. Hann tekur þátt í pallborði Evrópska íhalds- og umbótaflokksins svokallaða, ECR, þar sem áskoranir íhaldsmanna í Evrópu verða til umfjöllunar. Ísraelskur ráðherra og Evrópuþingmenn meðal þátttakenda Samkvæmt dagskrá hefst viðburður kvöldsins á fordrykk og síðan hefjast pallborðsumræður klukkan níu í kvöld að staðartíma þar sem Antonio Giordano, þingmaður og leiðtogi ERC-flokksins stýrir umræðum. Í pallborði auk Sigmundar Davíðs og Badenoch eru meðal annars Gila Gamliel, ráðherra nýsköpunar-, vísinda- og tækni í Ísrael og Kristoffer Storm, Evrópuþingmaður fyrir Danmerkurdemókrata. Evrópuþingmennirnir Adam Bielan frá Póllandi og Marion Marechal frá Frakklandi sitja einnig pallborðið auk George Simion þingmanni rúmenska fjarhægriflokksins AUR. Sigmundur hélt til Ítalíu í morgun en að sögn aðstoðarmanns hans sem er með í för mun hann þó ekki taka þátt í dagskrá alla helgina sökum heimferðar, en dagskrá líkur með ræðu Giorgiu Meloni í hádeginu á sunnudag. Leikarar og landsliðsmarkvörður láti einnig sjá sig Á morgun er gert ráð fyrir jólakvöldverði þar sem öllu verður til tjaldað ef marka má umfjöllun erlendra fjölmiðla. „Giorgia Meloni sýnir mátt sinn með stjörnum prýddu jólaboði“ segir til að mynda í fyrirsögn breska blaðsins Time. Í greininni er Atreju-hátíðinni lýst sem blöndu af pólitískri ráðstefnu, bókmenntasamkomu og jólaveislu þar sem leiðtogi breska íhaldsflokksins, kardinálar og knattspyrnumarkvörður verða meðal gesta. Þannig séu til að mynda leikarinn Raoul Bova, sem meðal annars hefur brugðið fyrir í þáttunum um Emily in Paris, og Gigi Buffon, fyrrum landsliðsmarkvörður Ítalíu, meðal þátttakenda í ár. Hátíðin bjóði til að mynda upp á rökræðutjald og skautasvell auk þess sem ekki sé útilokað að álfar jólasveinsins láti sjá sig, að því er fram kemur í umfjöllun Time um viðburðinn. Gianluigi Buffon á að baki glæstan feril sem fótboltamarkvörður, meðal annars fyrir ítalska landsliðið.Vísir/Getty
Ítalía Miðflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira