Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2025 13:10 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri. Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri.
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira