Innlent

Vill finna bróður sinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar.

Rætt verður við bróðurinn í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður.

Við ræðum við félagsmálaráðherra um gagnrýni á fæðingarorlofskerfið. Foreldrar hafa lýst því að þeir vilji fá að ákveða sjálfir hvernig orlofinu er skipt á milli sín. 

Hugbúnaðarverkfræðingur sem starfaði hjá stærsta vefþjónustufyrirtæki heims segir mikilvægt að Íslendingar geti geymt tölvugögn innanlands út frá öryggissjónarmiðum. Hann hefur ásamt góðum hópi unnið að slíkri lausn.

Við sjáum stórkostlegan samkvæmisleik álftar og sundlaugarvarðar, fjöllum um nýtt stjórnmálaafl í borginni og margt fleira. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×