Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 06:47 Dæmi um notkun á remigration í íslenskri stjórnmálaorðræðu. Vísir Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði nýlega að því skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. Þegar fjarhægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) háði kosningabaráttu sína í aðdraganda þingkosninga í febrúar var slagorðið „endurflutningar“ (þ./e. remigration) áberandi. Fulltrúar hans dreifðu meðal annars „flugmiðum“ aðra leiðina frá Þýskalandi. Það þóttu nýmæli að Alice Weidel, leiðtogi AfD, veldi að nota hugtakið því það hafði fram að því verið tengt við ystu hægri öfgar og ekki talið til brúks í siðuðum samræðum. „Ef þetta á að heita endurflutningar þá er það það sem það verður: endurflutningar,“ sagði Weidel við stuðningsmenn sína á fundi í Riesa í janúar þar sem hún boðaði fjöldabrottvísanir innflytjenda frá Þýskalandi. Alice Weidel er leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint undirdeildir flokksins sem öfgasamtök og hugðist stimpla flokkinn sjálfan það fyrr á þessu ári. Slík skilgreining veitir leyniþjónustunni heimild til þess að fylgjast náið með starfsemi samtaka.Getty Aðeins ári áður hafði Weidel reynt að sverja af sér endurflutningastimpilinn eftir fréttir um að fulltrúar flokksins hefðu setið fund með austurrískum fyrrum nýnasista sem lýsti meðal annars hugmyndum um að vísa ríkisborgurum sem hefðu ekki aðlagast samfélaginu úr landi. Breiðist út um vesturlönd Mótmæli brutust víða út eftir fréttirnar af því samkrulli AfD-liða við öfgamanninn. Slíkir stórfelldir fólksflutningar á grundvelli þjóðernis eða kynþáttar eru enda sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi í ljósi sögu nasista og helfarar þeirra gegn gyðingum. Allt ætlaði um koll að keyra í Þýskalandi þegar greint var frá því að náinn ráðgjafi Alice Weidel, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), hefði setið fund með Martin Sellner, austurrískum öfgahægrimanni, ásamt þýskum og austurrískum nýnasistum og öðrum öfgamönnum í janúar í fyrra. Á fundinum ræddi Sellner hugmyndir sínar um að reka milljónir innflytjenda frá Þýskalandi, þar á meðal þýska ríkisborgara af erlendum uppruna. Talsmenn AfD neituðu því að hugmyndir Sellner væru opinber stefna flokksins og héldu því fram að flokksmenn sem sátu fundinn hefðu verið á eigin vegum. Ári síðar voru „endurflutningar“ á meðal slagorða flokksins en Weidel hélt því fram að þeir ættu aðeins að ná til þeirra sem dveldu ólöglega í Þýskalandi. Útgáfur af endurflutningum fólks af erlendum uppruna eru nú engu að síður orðnar hluti af stefnuskrám og málflutningi fjarhægriafla víða í vestrænum ríkjum. Í Bretlandi aðhyllist Umbótaflokkur Nigels Farage, sem hefur mælst vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins um margra mánaða skeið, hugmyndir um að vísa hundruð þúsunda innflytjenda og hælisleitenda úr landi. Maður heldur á spjaldi sem á stendur „Allir hata nasista“ við Brandenborgarhliðið í Berlín í janúar í fyrra. Mótmælin brutust út í kjölfar frétta um að fulltrúar AfD hefðu tekið þátt í umræðum um að vísa innflytjendum úr landi, jafnvel þeim sem væru með þýskan ríkisborgararétt.Vísir/EPA Á Spáni gengur Vox-flokkurinn enn lengra og vill vísa úr landi bæði nýjum innflytjendum og fólki sem hefur hlotið ríkisborgararétt í landinu ef það stenst ekki mat flokksins á aðlögun að spænsku samfélagi. Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum boðaði fjöldabrottvísanir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu og þeirra sem hafa brotið af sér, jafnvel milljóna manna, fyrir forseta- og þingkosningar í fyrra. Fjöldi saklausra bandarískra ríkisborgara hefur lent í klóm innflytjendayfirvalda í rassíum þeirra á undanförnum mánuðum. Nátengt samsæriskenningu um „útskiptin miklu“ Hugtakið endurflutningar er sprottið úr svonefndri identitarian-hreyfingu í Evrópu sem ruddi sér rúms upp úr aldamótum. Hún boðar útgáfu af hvítri þjóðernishyggju þar sem hvítt fólk er sagt eiga undir högg að sækja vegna fjölgunar innflytjenda og fjölmenningar- og alþjóðahyggju. Grímuklæddir menn sem tilheyra öfgahægrihópi sem kallar sig „Bretland fyrst“ í kröfugöngu í nafni „endurflutninga“ í Manchester í ágúst.Vísir/EPA Náin tengsl eru þannig á milli endurflutninganna og samsæriskenningarinnar um útskiptin miklu (e. Great Replacement Theory) sem fjarhægrimenn beggja vegna Atlantsála halda nú á lofti. Kenningin um útskiptin miklu gengur út á að markvisst sé unnið að því að „skipta“ hvítum mönnum út fyrir innflytjendur af öðrum uppruna í vestrænum samfélögum. Gyðingar eru stundum sagðir standa að þessum útskiptum. Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, hefur gefið útskiptunum miklu undir fótinn og lýst henni sem tölfræðilegri staðreynd sem sé afleiðing stefnu íslenskra stjórnvalda í innflytjendamálum. „Íslendingar“ verði að óbreyttu að minnihlutahópi í landinu. „Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri um kenninguna í viðtali við Vísi í síðasta mánuði. Með Íslending á mynd af þeim sem eigi að senda „heim“ Nú virðast fulltrúar Miðflokksins einnig byrjaðir að tileinka sér hugmyndina um endurflutninga útlendinga frá landinu. Kristófer Máni Sigursveinsson, annar varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi og formaður ungliðahreyfingarinnar Gullbrár, birti mynd þar sem stóð í texta „Fjöldabrottvísun/remigration“ í færslu á samfélagsmiðlinum X 18. nóvember. Undir fyrirsögninni „Hjálpum þeim heim“ voru myndir af karlmönnum af erlendu bergi brotnir en einnig að minnsta kosti einn íslenskur ríkisborgari með að minnsta kosti eitt íslenskt foreldri. Sá hefur ítrekað komist í kast við lögin á undanförnum árum. Færsla Kristófers Mána Sigursveinssonar, formanns ungra miðflokksmanna í Suðurkjördæmi, á samfélagsmiðlinum X 18. nóvember.Skjáskot af X „Sendum þá heim,“ skrifaði Kristófer með myndinni. Vísir náði ekki tali af Kristófer við vinnslu fréttarinnar til þess að skýra frekar hvort hann talaði fyrir því að vísa íslenskum ríkisborgurum úr landi. Kjartan Magnússon, formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sló á svipaða strengi í myndbandi sem hann birti af sér 25. apríl. Klippa: Fyrstu vél heim „Ef þú kemur hingað og getur ekki farið eftir okkar reglum og ég meina líka óskrifuðu reglunum þá skalt þú fara. Fyrstu vél heim,“ sagði Kjartan í Tiktok-myndbandi sem hann deildi á X. Færsla Kjartans Magnússonar, formanns ungra miðflokksmanna á Norðausturlandi, á samfélagsmiðlinum X 25. apríl 2025.Skjáskot af X Kjartan svaraði ekki spurningum sem hann bað blaðamann um að senda á póstfang Hjálms um hverjir það væru sem ættu að fara úr landi, brot á hvaða óskrifuðu reglum væri tilefni til brottvísunar og hvort vísa ætti íslenskum ríkisborgurum sem þættu ekki aðlagast íslensku samfélagi nógu vel úr landi. „Eftir hverju erum við að bíða. Sendum þá heim til sín og snúum okkur að mikilvægari verkefnum en að ala upp framandi þjóðir,“ skrifaði Kjartan með færslunni á X. Kjartan er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins á landsvísu og situr í málefnanefnd flokksins. Kristófer er gjaldkeri ungliðahreyfingarinnar og varamaður í málefnanefndinni sem ber ábyrgð á að móta stefnu flokksins í samráði við þingflokk og stjórn, að því er kemur fram á vefsíðu flokksins. Ekki orðið var við orðræðu samherja sinna Anton Sveinn McKee, formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og varaþingmaður, vísaði til stefnu flokksins í innflytjendamálum sem væri skýr þegar Vísir bar undir hann hvort að ungliðahreyfingin aðhylltist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna. „Við viljum ekki erlenda glæpamenn og er það ekki almannahagur að einstaklingar sem hlotið hafa vernd, dvalarleyfi eða ríkisborgararétt geti brotið ítrekað eða alvarlega af sér án afleiðinga,“ sagði hann í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Anton Sveinn McKee er formaður Ungra miðflokksmanna.Hann segir Miðflokkinn ekki vilja erlenda glæpamenn eða að einstaklingar af erlendum uppruna, jafnvel þeir sem hafa hlotið ríkisborgararétt, geti brotið af sér „án afleiðinga“.Vísir/Einar Kannaðist Anton Sveinn ekki við orðræðu meðstjórnenda sinna um endurflutninga og brottvísun fólks fyrir að fylgja ekki óskrifuðum reglum á Íslandi. Hann ætti erfitt með að skilja hvaðan spurningar um þetta kæmu. „Ég hef ekki orðið var við það og tel ég mönnum frjálst að hafa sínar skoðanir,“ sagði varaþingmaðurinn. Spurður að því hvort að það að Miðflokkurinn „vilji ekki“ að fólk af erlendum uppruna geti brotið af sér án afleiðinga þýði að hann vilji að því sé vísað úr landi sagði Anton Sveinn að miðflokksmenn tryðu á réttarríkið og að með lögum skyldi land byggja. „Ég skil ekki hvað sé óskýrt við svörin mín og stefnu flokksins hvað þetta varðar?“ Veigrunarorð stjórnmálamanna Anna Maria Wojtynska, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir það að tala um að vísa innflytjendum úr landi eða nauðungarflytja þá til upprunalanda sinna sem „endurflutning“ hljómi eins og veigrunarorð sem stjórnmálamenn noti stundum til þess að komast hjá því að kalla hluti réttum nöfnum. Hún bendir á að enskar orðabækur skilgreini hugtakið sem það að flytjast aftur búferlaflutningum. Sjálf skilji hún hugtakið þannig að það eigi við innflytjendur sem flytjast aftur á milli landa eða snúa til heimalands síns og flytji aftur frá því. Orðið, eins og það er notað í orðræðunni nú, geri mönnum kleift að tala um hlutina á hátt sem stuði síður almenning. Með því sé snúið upp á merkinguna á ákveðinn hátt. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnmálamenn gera oft, þeir brengla aðeins merkinguna í einhverjum pólitískum tilgangi,“ segir Anna. Gæti náð til seinni kynslóða innflytjenda Hugmyndir um endurflutninga erlends fólks eru áberandi á samfélagmiðlinum X þar sem varaþingmaður Miðflokksins notaði hugtakið. Elon Musk, eigandi X, er yfirlýstur stuðningsmaður AfD í Þýskalandi og hefur ítrekað talað gegn innflytjendum af öðrum uppruna en evrópskum. Undir hans stjórn hafa fjarhægrisinnaðir notendur átt greiðan aðgang að algríminu sem stýrir því hvaða efni er haldið að notendum. Netalfræðiorðabókin Grokipedia sem Musk stofnaði til höfuðs Wikipedia, sem honum þótti hafa frjálslynda slagsíðu, skilgreinir endurflutninga sem tillögu um skipulagða heimsendingu innflytjenda sem eru af öðrum uppruna en evrópskum til að vinna gegn ætluðum áhrifum þeirra á lýðfræðilega samsetningu og menningu Evrópuþjóða. Þeir nái í sumum tilfellum til afkomenda þessara innflytjenda. Auk þess að beinast gegn innflytjendum sem hafa framið glæpi gengur hugmyndin út á útlendingar geti verið fluttir úr landi ef þeir hafi ekki „aðlagast“ samfélaginu, jafnvel þótt þeir séu ríkisborgarar landsins sem þeir settust að í. Endurflutningurinn gæti jafnvel náð til afkomenda innflytjenda. Fjarhægrimenn með borða sem á stendur „Endurflutninga núna!“ í mótmæagöngu í Solingen í Þýskalandi í ágúst í fyrra. Mótmælin voru skipulögð eftir að sýrlenskur flóttamaður stakk þrjá til bana og særði átta í borginni.Vísir/EPA Endurflutningunum eigi annars vegar að ná með hvötum fyrir innflytjendur til þess að flytjast sjálfviljugir burt og hins vegar með harðari aðgerðum gegn þeim sem dvelja ólöglega í landi, fólki sem hafi framið afbrot eða þegið einhvers konar opinberar bætur án þess að hafa aðlagast samfélaginu. Óttaðist að neyðast til að flytja úr landi með fjölskylduna Þrátt fyrir að ungu miðflokksmennirnir gjaldi varhug við sumum innflytjendum virðast þeir ekki líta alla fólksflutninga hornauga. Kristófer Máni Sigursveinsson, formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi og annar varaþingmaður flokksins þar.Miðflokkurinn Í aðdraganda þingkosninga í fyrra skrifaði Kristófer Máni þannig grein á vef Miðflokksins þar sem hann harmaði skert lífsgæði Suðurnesjamanna og að börnin hans fengju mögulega ekki að alast upp í sama umhverfi og hann gerði sjálfur. „[...] óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist,“ skrifaði Kristófer sem skipaði fjórða sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Innflytjendamál Miðflokkurinn Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Þegar fjarhægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) háði kosningabaráttu sína í aðdraganda þingkosninga í febrúar var slagorðið „endurflutningar“ (þ./e. remigration) áberandi. Fulltrúar hans dreifðu meðal annars „flugmiðum“ aðra leiðina frá Þýskalandi. Það þóttu nýmæli að Alice Weidel, leiðtogi AfD, veldi að nota hugtakið því það hafði fram að því verið tengt við ystu hægri öfgar og ekki talið til brúks í siðuðum samræðum. „Ef þetta á að heita endurflutningar þá er það það sem það verður: endurflutningar,“ sagði Weidel við stuðningsmenn sína á fundi í Riesa í janúar þar sem hún boðaði fjöldabrottvísanir innflytjenda frá Þýskalandi. Alice Weidel er leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint undirdeildir flokksins sem öfgasamtök og hugðist stimpla flokkinn sjálfan það fyrr á þessu ári. Slík skilgreining veitir leyniþjónustunni heimild til þess að fylgjast náið með starfsemi samtaka.Getty Aðeins ári áður hafði Weidel reynt að sverja af sér endurflutningastimpilinn eftir fréttir um að fulltrúar flokksins hefðu setið fund með austurrískum fyrrum nýnasista sem lýsti meðal annars hugmyndum um að vísa ríkisborgurum sem hefðu ekki aðlagast samfélaginu úr landi. Breiðist út um vesturlönd Mótmæli brutust víða út eftir fréttirnar af því samkrulli AfD-liða við öfgamanninn. Slíkir stórfelldir fólksflutningar á grundvelli þjóðernis eða kynþáttar eru enda sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi í ljósi sögu nasista og helfarar þeirra gegn gyðingum. Allt ætlaði um koll að keyra í Þýskalandi þegar greint var frá því að náinn ráðgjafi Alice Weidel, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), hefði setið fund með Martin Sellner, austurrískum öfgahægrimanni, ásamt þýskum og austurrískum nýnasistum og öðrum öfgamönnum í janúar í fyrra. Á fundinum ræddi Sellner hugmyndir sínar um að reka milljónir innflytjenda frá Þýskalandi, þar á meðal þýska ríkisborgara af erlendum uppruna. Talsmenn AfD neituðu því að hugmyndir Sellner væru opinber stefna flokksins og héldu því fram að flokksmenn sem sátu fundinn hefðu verið á eigin vegum. Ári síðar voru „endurflutningar“ á meðal slagorða flokksins en Weidel hélt því fram að þeir ættu aðeins að ná til þeirra sem dveldu ólöglega í Þýskalandi. Útgáfur af endurflutningum fólks af erlendum uppruna eru nú engu að síður orðnar hluti af stefnuskrám og málflutningi fjarhægriafla víða í vestrænum ríkjum. Í Bretlandi aðhyllist Umbótaflokkur Nigels Farage, sem hefur mælst vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins um margra mánaða skeið, hugmyndir um að vísa hundruð þúsunda innflytjenda og hælisleitenda úr landi. Maður heldur á spjaldi sem á stendur „Allir hata nasista“ við Brandenborgarhliðið í Berlín í janúar í fyrra. Mótmælin brutust út í kjölfar frétta um að fulltrúar AfD hefðu tekið þátt í umræðum um að vísa innflytjendum úr landi, jafnvel þeim sem væru með þýskan ríkisborgararétt.Vísir/EPA Á Spáni gengur Vox-flokkurinn enn lengra og vill vísa úr landi bæði nýjum innflytjendum og fólki sem hefur hlotið ríkisborgararétt í landinu ef það stenst ekki mat flokksins á aðlögun að spænsku samfélagi. Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum boðaði fjöldabrottvísanir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu og þeirra sem hafa brotið af sér, jafnvel milljóna manna, fyrir forseta- og þingkosningar í fyrra. Fjöldi saklausra bandarískra ríkisborgara hefur lent í klóm innflytjendayfirvalda í rassíum þeirra á undanförnum mánuðum. Nátengt samsæriskenningu um „útskiptin miklu“ Hugtakið endurflutningar er sprottið úr svonefndri identitarian-hreyfingu í Evrópu sem ruddi sér rúms upp úr aldamótum. Hún boðar útgáfu af hvítri þjóðernishyggju þar sem hvítt fólk er sagt eiga undir högg að sækja vegna fjölgunar innflytjenda og fjölmenningar- og alþjóðahyggju. Grímuklæddir menn sem tilheyra öfgahægrihópi sem kallar sig „Bretland fyrst“ í kröfugöngu í nafni „endurflutninga“ í Manchester í ágúst.Vísir/EPA Náin tengsl eru þannig á milli endurflutninganna og samsæriskenningarinnar um útskiptin miklu (e. Great Replacement Theory) sem fjarhægrimenn beggja vegna Atlantsála halda nú á lofti. Kenningin um útskiptin miklu gengur út á að markvisst sé unnið að því að „skipta“ hvítum mönnum út fyrir innflytjendur af öðrum uppruna í vestrænum samfélögum. Gyðingar eru stundum sagðir standa að þessum útskiptum. Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, hefur gefið útskiptunum miklu undir fótinn og lýst henni sem tölfræðilegri staðreynd sem sé afleiðing stefnu íslenskra stjórnvalda í innflytjendamálum. „Íslendingar“ verði að óbreyttu að minnihlutahópi í landinu. „Ég er ekki að segja að það sé búið að gera þetta en ef þetta verður niðurstaðan þegar öll kurl verða komin til grafar mun þetta hvorki hafa verið kenning né neitt slíkt heldur bara eitthvað sem gerðist,“ sagði Snorri um kenninguna í viðtali við Vísi í síðasta mánuði. Með Íslending á mynd af þeim sem eigi að senda „heim“ Nú virðast fulltrúar Miðflokksins einnig byrjaðir að tileinka sér hugmyndina um endurflutninga útlendinga frá landinu. Kristófer Máni Sigursveinsson, annar varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi og formaður ungliðahreyfingarinnar Gullbrár, birti mynd þar sem stóð í texta „Fjöldabrottvísun/remigration“ í færslu á samfélagsmiðlinum X 18. nóvember. Undir fyrirsögninni „Hjálpum þeim heim“ voru myndir af karlmönnum af erlendu bergi brotnir en einnig að minnsta kosti einn íslenskur ríkisborgari með að minnsta kosti eitt íslenskt foreldri. Sá hefur ítrekað komist í kast við lögin á undanförnum árum. Færsla Kristófers Mána Sigursveinssonar, formanns ungra miðflokksmanna í Suðurkjördæmi, á samfélagsmiðlinum X 18. nóvember.Skjáskot af X „Sendum þá heim,“ skrifaði Kristófer með myndinni. Vísir náði ekki tali af Kristófer við vinnslu fréttarinnar til þess að skýra frekar hvort hann talaði fyrir því að vísa íslenskum ríkisborgurum úr landi. Kjartan Magnússon, formaður Hjálms, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sló á svipaða strengi í myndbandi sem hann birti af sér 25. apríl. Klippa: Fyrstu vél heim „Ef þú kemur hingað og getur ekki farið eftir okkar reglum og ég meina líka óskrifuðu reglunum þá skalt þú fara. Fyrstu vél heim,“ sagði Kjartan í Tiktok-myndbandi sem hann deildi á X. Færsla Kjartans Magnússonar, formanns ungra miðflokksmanna á Norðausturlandi, á samfélagsmiðlinum X 25. apríl 2025.Skjáskot af X Kjartan svaraði ekki spurningum sem hann bað blaðamann um að senda á póstfang Hjálms um hverjir það væru sem ættu að fara úr landi, brot á hvaða óskrifuðu reglum væri tilefni til brottvísunar og hvort vísa ætti íslenskum ríkisborgurum sem þættu ekki aðlagast íslensku samfélagi nógu vel úr landi. „Eftir hverju erum við að bíða. Sendum þá heim til sín og snúum okkur að mikilvægari verkefnum en að ala upp framandi þjóðir,“ skrifaði Kjartan með færslunni á X. Kjartan er varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins á landsvísu og situr í málefnanefnd flokksins. Kristófer er gjaldkeri ungliðahreyfingarinnar og varamaður í málefnanefndinni sem ber ábyrgð á að móta stefnu flokksins í samráði við þingflokk og stjórn, að því er kemur fram á vefsíðu flokksins. Ekki orðið var við orðræðu samherja sinna Anton Sveinn McKee, formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og varaþingmaður, vísaði til stefnu flokksins í innflytjendamálum sem væri skýr þegar Vísir bar undir hann hvort að ungliðahreyfingin aðhylltist fjöldabrottvísanir fólks af erlendum uppruna. „Við viljum ekki erlenda glæpamenn og er það ekki almannahagur að einstaklingar sem hlotið hafa vernd, dvalarleyfi eða ríkisborgararétt geti brotið ítrekað eða alvarlega af sér án afleiðinga,“ sagði hann í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Anton Sveinn McKee er formaður Ungra miðflokksmanna.Hann segir Miðflokkinn ekki vilja erlenda glæpamenn eða að einstaklingar af erlendum uppruna, jafnvel þeir sem hafa hlotið ríkisborgararétt, geti brotið af sér „án afleiðinga“.Vísir/Einar Kannaðist Anton Sveinn ekki við orðræðu meðstjórnenda sinna um endurflutninga og brottvísun fólks fyrir að fylgja ekki óskrifuðum reglum á Íslandi. Hann ætti erfitt með að skilja hvaðan spurningar um þetta kæmu. „Ég hef ekki orðið var við það og tel ég mönnum frjálst að hafa sínar skoðanir,“ sagði varaþingmaðurinn. Spurður að því hvort að það að Miðflokkurinn „vilji ekki“ að fólk af erlendum uppruna geti brotið af sér án afleiðinga þýði að hann vilji að því sé vísað úr landi sagði Anton Sveinn að miðflokksmenn tryðu á réttarríkið og að með lögum skyldi land byggja. „Ég skil ekki hvað sé óskýrt við svörin mín og stefnu flokksins hvað þetta varðar?“ Veigrunarorð stjórnmálamanna Anna Maria Wojtynska, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands, segir það að tala um að vísa innflytjendum úr landi eða nauðungarflytja þá til upprunalanda sinna sem „endurflutning“ hljómi eins og veigrunarorð sem stjórnmálamenn noti stundum til þess að komast hjá því að kalla hluti réttum nöfnum. Hún bendir á að enskar orðabækur skilgreini hugtakið sem það að flytjast aftur búferlaflutningum. Sjálf skilji hún hugtakið þannig að það eigi við innflytjendur sem flytjast aftur á milli landa eða snúa til heimalands síns og flytji aftur frá því. Orðið, eins og það er notað í orðræðunni nú, geri mönnum kleift að tala um hlutina á hátt sem stuði síður almenning. Með því sé snúið upp á merkinguna á ákveðinn hátt. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnmálamenn gera oft, þeir brengla aðeins merkinguna í einhverjum pólitískum tilgangi,“ segir Anna. Gæti náð til seinni kynslóða innflytjenda Hugmyndir um endurflutninga erlends fólks eru áberandi á samfélagmiðlinum X þar sem varaþingmaður Miðflokksins notaði hugtakið. Elon Musk, eigandi X, er yfirlýstur stuðningsmaður AfD í Þýskalandi og hefur ítrekað talað gegn innflytjendum af öðrum uppruna en evrópskum. Undir hans stjórn hafa fjarhægrisinnaðir notendur átt greiðan aðgang að algríminu sem stýrir því hvaða efni er haldið að notendum. Netalfræðiorðabókin Grokipedia sem Musk stofnaði til höfuðs Wikipedia, sem honum þótti hafa frjálslynda slagsíðu, skilgreinir endurflutninga sem tillögu um skipulagða heimsendingu innflytjenda sem eru af öðrum uppruna en evrópskum til að vinna gegn ætluðum áhrifum þeirra á lýðfræðilega samsetningu og menningu Evrópuþjóða. Þeir nái í sumum tilfellum til afkomenda þessara innflytjenda. Auk þess að beinast gegn innflytjendum sem hafa framið glæpi gengur hugmyndin út á útlendingar geti verið fluttir úr landi ef þeir hafi ekki „aðlagast“ samfélaginu, jafnvel þótt þeir séu ríkisborgarar landsins sem þeir settust að í. Endurflutningurinn gæti jafnvel náð til afkomenda innflytjenda. Fjarhægrimenn með borða sem á stendur „Endurflutninga núna!“ í mótmæagöngu í Solingen í Þýskalandi í ágúst í fyrra. Mótmælin voru skipulögð eftir að sýrlenskur flóttamaður stakk þrjá til bana og særði átta í borginni.Vísir/EPA Endurflutningunum eigi annars vegar að ná með hvötum fyrir innflytjendur til þess að flytjast sjálfviljugir burt og hins vegar með harðari aðgerðum gegn þeim sem dvelja ólöglega í landi, fólki sem hafi framið afbrot eða þegið einhvers konar opinberar bætur án þess að hafa aðlagast samfélaginu. Óttaðist að neyðast til að flytja úr landi með fjölskylduna Þrátt fyrir að ungu miðflokksmennirnir gjaldi varhug við sumum innflytjendum virðast þeir ekki líta alla fólksflutninga hornauga. Kristófer Máni Sigursveinsson, formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi og annar varaþingmaður flokksins þar.Miðflokkurinn Í aðdraganda þingkosninga í fyrra skrifaði Kristófer Máni þannig grein á vef Miðflokksins þar sem hann harmaði skert lífsgæði Suðurnesjamanna og að börnin hans fengju mögulega ekki að alast upp í sama umhverfi og hann gerði sjálfur. „[...] óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist,“ skrifaði Kristófer sem skipaði fjórða sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Allt ætlaði um koll að keyra í Þýskalandi þegar greint var frá því að náinn ráðgjafi Alice Weidel, leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), hefði setið fund með Martin Sellner, austurrískum öfgahægrimanni, ásamt þýskum og austurrískum nýnasistum og öðrum öfgamönnum í janúar í fyrra. Á fundinum ræddi Sellner hugmyndir sínar um að reka milljónir innflytjenda frá Þýskalandi, þar á meðal þýska ríkisborgara af erlendum uppruna. Talsmenn AfD neituðu því að hugmyndir Sellner væru opinber stefna flokksins og héldu því fram að flokksmenn sem sátu fundinn hefðu verið á eigin vegum. Ári síðar voru „endurflutningar“ á meðal slagorða flokksins en Weidel hélt því fram að þeir ættu aðeins að ná til þeirra sem dveldu ólöglega í Þýskalandi.
Innflytjendamál Miðflokkurinn Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira