„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 17:51 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kom hundinum Úlfgrími til varnar á Alþingi í dag. Ívar Fannar/Lýður Valberg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. Margréti Víkingsdóttur, eiganda hundsins Úlfgríms, barst á dögunum bréf þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna heilsubrests og vegna þess að hann búi við skert lífsgæði. Fréttamaður ræddi við Margréti, sem harmar þá stöðu sem upp er komin. Eftir að fjallað var um málið tilkynnti MAST að aflífuninni yrði seinkað um mánuð til að gefa Margréti færi á að sýna að hundurinn hljóti viðeigandi meðferð. Kolbrún gerði hundinn að umfjöllunarefni á Alþingi í dag. „Ég hef ásamt fleirum lýst yfir áhyggjum af ýmsum embættisverkum og stjórnvaldsaðgerðum MAST. Það sem hefur komið fram í fréttum vegna Úlfgríms hefur vissulega að mestu verið frá annarri hlið málsins,“ segir Kolbrún en bendir á að bréf frá Matvælastofnun vegna málsins hafi verið birt. „Það setur að manni smáhroll að lesa þau bréf. Manni finnst harkalega gengið fram og gefinn stuttur fyrirvari í svo afdrifaríka aðgerð sem aflífun dýrs er,“ segir Kolbrún. Hún segir að þrátt fyrir að eiganda hafi verið boðinn andmælaréttur sé í raun eins og MAST hafi þegar tekið endanlega ákvörðun. „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan, reiði og hugarangri. Hér er um að ræða dýr sem engan hefur skaðað nema síður sé því að hann bjargaði eiganda sínum úr eldsvoða fyrir skemmstu.“ Margrét hefur mótmælt því að hundurinn búi við skert lífsgæði, hann sé vissulega orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé í meðferð við henni og undir stöðugu eftirliti dýralækna. „Úffi er sem sagt bara ósköp venjulegur heimilishundur sem nýtur þess enn að leika sér að bolta, fer reglulega út að ganga, borðar og hefur eðlilega meltingarstarfsemi,“ segir Kolbrún. Hún segir MAST vinna gott starf og þakkar stofnuninni fyrir að virkt eftirlit sé með dýrum í landinu. „En í öllum verkum þarf að sýna mennsku og engin regla er án undantekninga. Ég vona í hjarta mínu að þetta mál og önnur sambærileg fái farsælan endi, bæði fyrir eiganda Úffa og hann sjálfan,“ segir Kobrún að lokum. Dýr Flokkur fólksins Matvælastofnun Dýraheilbrigði Alþingi Hundar Gæludýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Margréti Víkingsdóttur, eiganda hundsins Úlfgríms, barst á dögunum bréf þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna heilsubrests og vegna þess að hann búi við skert lífsgæði. Fréttamaður ræddi við Margréti, sem harmar þá stöðu sem upp er komin. Eftir að fjallað var um málið tilkynnti MAST að aflífuninni yrði seinkað um mánuð til að gefa Margréti færi á að sýna að hundurinn hljóti viðeigandi meðferð. Kolbrún gerði hundinn að umfjöllunarefni á Alþingi í dag. „Ég hef ásamt fleirum lýst yfir áhyggjum af ýmsum embættisverkum og stjórnvaldsaðgerðum MAST. Það sem hefur komið fram í fréttum vegna Úlfgríms hefur vissulega að mestu verið frá annarri hlið málsins,“ segir Kolbrún en bendir á að bréf frá Matvælastofnun vegna málsins hafi verið birt. „Það setur að manni smáhroll að lesa þau bréf. Manni finnst harkalega gengið fram og gefinn stuttur fyrirvari í svo afdrifaríka aðgerð sem aflífun dýrs er,“ segir Kolbrún. Hún segir að þrátt fyrir að eiganda hafi verið boðinn andmælaréttur sé í raun eins og MAST hafi þegar tekið endanlega ákvörðun. „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan, reiði og hugarangri. Hér er um að ræða dýr sem engan hefur skaðað nema síður sé því að hann bjargaði eiganda sínum úr eldsvoða fyrir skemmstu.“ Margrét hefur mótmælt því að hundurinn búi við skert lífsgæði, hann sé vissulega orðinn tíu ára og haldinn slitgigt en sé í meðferð við henni og undir stöðugu eftirliti dýralækna. „Úffi er sem sagt bara ósköp venjulegur heimilishundur sem nýtur þess enn að leika sér að bolta, fer reglulega út að ganga, borðar og hefur eðlilega meltingarstarfsemi,“ segir Kolbrún. Hún segir MAST vinna gott starf og þakkar stofnuninni fyrir að virkt eftirlit sé með dýrum í landinu. „En í öllum verkum þarf að sýna mennsku og engin regla er án undantekninga. Ég vona í hjarta mínu að þetta mál og önnur sambærileg fái farsælan endi, bæði fyrir eiganda Úffa og hann sjálfan,“ segir Kobrún að lokum.
Dýr Flokkur fólksins Matvælastofnun Dýraheilbrigði Alþingi Hundar Gæludýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira