Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 25. febrúar 2025 12:46 Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja. Það allt nefnilega í lagi að gera kröfu um íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags og fólk á ekki að vera feimið við það. Það er engin, alls enginn, dónaskapur fólginn í því að vilja tala íslensku á Íslandi. En það er samt engin þörf á að sýna dónaskap þegar maður fer fram á það og ber og að hafa í huga að máske þurfi að einfalda mál sitt til að allt komist til skila. En alltént! Séu fáir sem kunna skil á íslensku er það vegna leti samfélagsins, yfirvaldsins, málhafa íslensku, móðurmálshafa og þeirra sem kunna góð skil á málinu við að miðla málinu, við að gera kröfur um íslensku, við að segja: „Hey, ég nenni ekki að tala við þig ensku, en ég skal mjög gjarnan tala við þig íslensku og gera allt sem ég get til að þú skiljir og ég skilji þig. Finnum leið saman.“ Eins og staðan er núna er viðhorfið: Farðu í skóla, lærðu þar en tölum svo bara ensku (meira að segja þeir sem eiga erlendan maka nenna ekki að leggja á sig að miðla málinu) þangað til þú masterar málið, því ég nenni ekki að leggja neitt á mig, ég vil bara geta kvartað undan fólki sem nennir ekki að læra málið og búa til aðgreiningu. Það er svo gaman að geta sagt: Þessir xxxxxxx útlendingar nenna ekki að læra þá víkingadásemd sem íslenskan er. Eitthvað sem er algjört bull. Við höfum málið í okkar höndum og það er okkar að miðla því, það er okkar að fara fram á að málið sé notað og hjálpa til við máltileinkun. En hey, kannski vilja Íslendingar bara hreinlega ekki að innflytjendur verði hluti samfélagsins. Það skyldi þó aldrei vera raunin að allur fagurgalinn um fjölmenningu nái bara til þess að borða fokking kebab og framandi mat borin fram af enskumælandi, oft varla það, láglaunafólki! Já, og svo má tala um það hjá Gísla Marteini löðrandi í skinhelgi og þvælu þess sem veit ekkert um málið en er góður að búa til grípandi frasa. Við búum í andlega lötu samfélagi með uppgerðargóðmennsku og hananú! Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda er ekki að þeir nenni ekki að læra málið, þjóðargersemina, stolt vort og arfleifð. NEI! Aðalvandamálið er samfélag sem EKKI býður fólk velkomið í (mál)samfélagið með þeim kröfum og hvata sem þar þurfa, verða og eiga að fylgja. Það allt nefnilega í lagi að gera kröfu um íslensku á öllum sviðum íslensks samfélags og fólk á ekki að vera feimið við það. Það er engin, alls enginn, dónaskapur fólginn í því að vilja tala íslensku á Íslandi. En það er samt engin þörf á að sýna dónaskap þegar maður fer fram á það og ber og að hafa í huga að máske þurfi að einfalda mál sitt til að allt komist til skila. En alltént! Séu fáir sem kunna skil á íslensku er það vegna leti samfélagsins, yfirvaldsins, málhafa íslensku, móðurmálshafa og þeirra sem kunna góð skil á málinu við að miðla málinu, við að gera kröfur um íslensku, við að segja: „Hey, ég nenni ekki að tala við þig ensku, en ég skal mjög gjarnan tala við þig íslensku og gera allt sem ég get til að þú skiljir og ég skilji þig. Finnum leið saman.“ Eins og staðan er núna er viðhorfið: Farðu í skóla, lærðu þar en tölum svo bara ensku (meira að segja þeir sem eiga erlendan maka nenna ekki að leggja á sig að miðla málinu) þangað til þú masterar málið, því ég nenni ekki að leggja neitt á mig, ég vil bara geta kvartað undan fólki sem nennir ekki að læra málið og búa til aðgreiningu. Það er svo gaman að geta sagt: Þessir xxxxxxx útlendingar nenna ekki að læra þá víkingadásemd sem íslenskan er. Eitthvað sem er algjört bull. Við höfum málið í okkar höndum og það er okkar að miðla því, það er okkar að fara fram á að málið sé notað og hjálpa til við máltileinkun. En hey, kannski vilja Íslendingar bara hreinlega ekki að innflytjendur verði hluti samfélagsins. Það skyldi þó aldrei vera raunin að allur fagurgalinn um fjölmenningu nái bara til þess að borða fokking kebab og framandi mat borin fram af enskumælandi, oft varla það, láglaunafólki! Já, og svo má tala um það hjá Gísla Marteini löðrandi í skinhelgi og þvælu þess sem veit ekkert um málið en er góður að búa til grípandi frasa. Við búum í andlega lötu samfélagi með uppgerðargóðmennsku og hananú! Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun