Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar 7. febrúar 2025 07:32 Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en það var árið 1945 sem fyrsti sjúklingurinn var formlega innritaður á Reykjalund í Mosfellsbæ sem er í eigu SÍBS. Frá þessum atburði hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en það breyttist um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga og ljóst varð að ekki væri lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrundvöllur Reykjalundar, áherslur í endurhæfingu urðu fjölbreyttari og Reykjalundur breyttist íalhliða endurhæfingarmiðstöð. Á Reykjalundi fer nú fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar einstaklingum alls staðar að. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á Reykjalundi á degi hverjum. Á hverju ári fara þannig um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Endurhæfing er ein ábatasamasta fjárfesting sem völ er á. Samfélagslega er mikilvægt að einstaklingur sé þjálfaður aftur upp til að komast út í lífið og taka þátt, ekki síst á atvinnumarkaðnum. Mikilvægara er þó að endurhæfing margfaldar lífsgæði viðkomandi einstaklings sem einnig hefur mikil áhrif á lífsgæði nánustu fjölskyldu og vina. Einstaklingurinn sjálfur fjárfestir í sínum tíma og uppsker ríkulega. Bætt andleg líðan, betri svefn og aukin líkamleg geta skapa einstaklingnum forsendur til bættrar færni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því óhætt að segja að starfsemin á Reykjalundi er mikilvæg fyrir samfélagið allt og hefur verið á þeim 80 árum sem starfsemin hefur varað. Dýrmætast í þessu öllu er þau sá mannauður sem á Reykjalundi hefur starfað, landsmönnum til heilla. Það er jafnframt gaman að geta þess að á þessu afmælisári innleiðum við alþjóðlegt gæðakerfi endurhæfingu, CARF, hér á Reykjalundi, og mun það án efa setja sterkan svip á þetta afmælisár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi alþjóðlega gæðavottun er gerð hér á Íslandi og hefur verkefnið fengið veglega styrki frá heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis. Það er mikill faglegur metnaður í starfsemi Reykalundar og við viljum bera okkur saman við það besta sem gerist í heiminum. Þess vegna er þátttaka í CARF, alþjóðlegum gæðastöðlum endurhæfingar algerlega rökrétt fyrir okkar starfsemi. Miðvikudaginn 12. febrúar heldur Reykjalundur glæsilega afmælisráðstefnu sem ber yfirskriftina Reykjalundur – 80 ára afmælisráðstefna: Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman. Þar verður fjallað um stöðu mála í endurhæfingu, við heyrum sýn nýs heilbrigðisráðherra, ræðum mikilvægi út frá heilsuhagfræði, kynnumst nýjungum og veltum fyrir okkur framtíðarsýn. Ráðstefnan er opin öllum sem starfa á heilbrigðisvettvangi. Þá mun á árinu koma út saga Reykjalundar í ritstjórn Péturs Bjarnasonar. Það er því spennandi og gleðilegt ár framundan! Ég vil nota tækifærið og óska öllum, sem komið hafa að 80 ára sögu Reykjalundar með einhverjum hætti, hjartanlega til hamingju með tímamótin. Höfundur er forstjóri Reykjalundar.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar