Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun