Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar 29. nóvember 2024 12:11 Almannahagsmuni þykjast allir flokkar hafa fyrir augum en við þekkjum það vel að hægri flokkarnir eru fyrst og fremst í sérhagsmunagæslu, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru augljóslega flokkar sérhagsmuna þeirra sem betur meiga sín í samfélaginu og þá sérstaklega fjármagnseigenda. Framsóknarflokkurinn, sem þykist reyndar alltaf vera miðjuflokkur, er sögulega flokkur landsbyggðarinnar en virðist nú helst standa vörð um efnahagssvæði Skagafjarðar. Flokkur fólksins hefur byggt sinn málflutning á því að standa vörð um hagsmuni almennings, sérstaklega þeirra sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum eða tilheyra viðkvæmum hópum samfélagsins. Flokkurinn hefur í orði lagt áherslu á mál eins og lækkun skatta á tekjulága, hækkun bóta og aukna velferðarþjónustu. Þessi áhersla hefur að hluta náð eyrum kjósenda, enda höfðar hún til þeirra sem telja sig hafa orðið útundan í hagvaxtarþróun eða njóta ekki ávinnings af kerfinu. Þrátt fyrir góðan tilgang skortir verulega á trúverðugleika, sérstaklega þegar kemur að fjármögnun. Það er augljóst hverjum sem er að tillögur flokksins um aukin útgjöld til velferðarmála og skattalækkanir eru illa útfærðar eða svo óljósar að það er ekkert mark takandi á þeim. Stundum eru settar fram hugmyndir um að spara í ríkisrekstri eða endurskipuleggja forgangsröðun, en útfærslan er alltaf mjög óljós. Það er augljóst að án skýrra útreikninga og framkvæmanlegra áætlana er hætta á að loforðin verði einfaldlega orðin tóm, sem ég held að sé staðreynd málsins. Flokkurinn leggur áherslu á málefni sem höfða til tilfinninga frekar en að leggja fram heildstæðar lausnir sem hægt er að greina. Augljóst er að málflutningur flokksins byggist á einföldunum og vinsældastefnu fremur en á djúpstæðri greiningu eða ábyrgum tillögum. Þetta grefur undan trúverðugleika hans í augum okkar sem vilja sjá raunhæfar lausnir sem standast skoðun. Þeir sem aðhyllast áherslur flokksins ættu frekar að líta til vinstri ef árangurs á að vænta. Vinstri flokkar leggja almennt mikla áherslu á almannahagsmuni og jafnaðarmál, með það að markmiði að tryggja félagslegt réttlæti og draga úr ójöfnuði. Þeir ganga út frá þeirri grundvallarhugmynd að samfélagið eigi að byggjast á samstöðu og sanngirni þar sem allir fá jafnan aðgang að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðis- og menntakerfi, óháð efnahag. Þetta kemur fram í áherslu vinstri flokka á öflugt velferðarkerfi, hátekjuskatt, sanngjarna dreifingu auðs og stuðning við veikburða hópa, til að mæta þörfum samfélagsins í heild fremur en að hygla sérhagsmunahópum. Sósíalistaflokkur Íslands hefur tekið þessar áherslur enn lengra með róttækum tillögum sem beinast að því að uppræta kerfislægan ójöfnuð og valdaójafnvægi í samfélaginu. Flokkurinn hafnar hugmyndafræði markaðshyggju sem hann telur hafa leitt til aukins ójafnaðar og misskiptingar, bæði í efnahagslegu og samfélagslegu samhengi. Í stefnu flokksins má sjá skýra áherslu á almannahagsmuni í baráttu fyrir eignarhaldi almennings á auðlindum og innviðum, svo sem orkukerfi, húsnæðismarkaði og heilbrigðisþjónustu. Eitt af lykilmálum Sósíalistaflokksins er húsnæðismál, þar sem hann krefst þess að húsnæði sé tryggt sem mannréttindi fremur en markaðsvara. Hann leggur til stórátak í uppbyggingu félagslegs húsnæðis til að draga úr áhrifum gróðaafla á markaðnum, sem hefur leitt til verðbólgu og skorts á viðráðanlegu húsnæði. Þá vinnur flokkurinn einnig að því að lækka framfærslukostnað, meðal annars með því að tryggja ókeypis heilbrigðisþjónustu, lækka leigu og draga úr verðtryggingu lána. Flokkurinn beinir spjótum sínum sérstaklega að sérhagsmunum stórfyrirtækja og fjármálafyrirtækja, sem hann telur hafa of mikil áhrif á stefnumótun stjórnvalda. Hann vill að auðlindir landsins, eins og orka og sjávarútvegur, skili meiri arði til almennings í stað þess að nýtast fáum útvöldum. Þessi stefna undirstrikar kjarnaviðhorf Sósíalistaflokksins: að samfélagið eigi að þjóna fólkinu í landinu en ekki einkahagsmunum. Áherslur flokksins endurspegla djúpa trú á því að jafna beri leikvöllinn í samfélaginu og að ójöfnuður sé ekki aðeins óréttlátur heldur einnig hindrun fyrir raunverulegt lýðræði. Með þessari róttæku nálgun skapar Sósíalistaflokkurinn andsvar við valdaójafnvægi sem hann telur ríkjandi í samfélaginu og býður kjósendum sem deila þessum sýn valkost sem leggur almannahagsmuni í öndvegi. Þetta er ekki flókið, kjósum Sósíalistaflokk Íslands í þessum kosningum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Almannahagsmuni þykjast allir flokkar hafa fyrir augum en við þekkjum það vel að hægri flokkarnir eru fyrst og fremst í sérhagsmunagæslu, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru augljóslega flokkar sérhagsmuna þeirra sem betur meiga sín í samfélaginu og þá sérstaklega fjármagnseigenda. Framsóknarflokkurinn, sem þykist reyndar alltaf vera miðjuflokkur, er sögulega flokkur landsbyggðarinnar en virðist nú helst standa vörð um efnahagssvæði Skagafjarðar. Flokkur fólksins hefur byggt sinn málflutning á því að standa vörð um hagsmuni almennings, sérstaklega þeirra sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum eða tilheyra viðkvæmum hópum samfélagsins. Flokkurinn hefur í orði lagt áherslu á mál eins og lækkun skatta á tekjulága, hækkun bóta og aukna velferðarþjónustu. Þessi áhersla hefur að hluta náð eyrum kjósenda, enda höfðar hún til þeirra sem telja sig hafa orðið útundan í hagvaxtarþróun eða njóta ekki ávinnings af kerfinu. Þrátt fyrir góðan tilgang skortir verulega á trúverðugleika, sérstaklega þegar kemur að fjármögnun. Það er augljóst hverjum sem er að tillögur flokksins um aukin útgjöld til velferðarmála og skattalækkanir eru illa útfærðar eða svo óljósar að það er ekkert mark takandi á þeim. Stundum eru settar fram hugmyndir um að spara í ríkisrekstri eða endurskipuleggja forgangsröðun, en útfærslan er alltaf mjög óljós. Það er augljóst að án skýrra útreikninga og framkvæmanlegra áætlana er hætta á að loforðin verði einfaldlega orðin tóm, sem ég held að sé staðreynd málsins. Flokkurinn leggur áherslu á málefni sem höfða til tilfinninga frekar en að leggja fram heildstæðar lausnir sem hægt er að greina. Augljóst er að málflutningur flokksins byggist á einföldunum og vinsældastefnu fremur en á djúpstæðri greiningu eða ábyrgum tillögum. Þetta grefur undan trúverðugleika hans í augum okkar sem vilja sjá raunhæfar lausnir sem standast skoðun. Þeir sem aðhyllast áherslur flokksins ættu frekar að líta til vinstri ef árangurs á að vænta. Vinstri flokkar leggja almennt mikla áherslu á almannahagsmuni og jafnaðarmál, með það að markmiði að tryggja félagslegt réttlæti og draga úr ójöfnuði. Þeir ganga út frá þeirri grundvallarhugmynd að samfélagið eigi að byggjast á samstöðu og sanngirni þar sem allir fá jafnan aðgang að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðis- og menntakerfi, óháð efnahag. Þetta kemur fram í áherslu vinstri flokka á öflugt velferðarkerfi, hátekjuskatt, sanngjarna dreifingu auðs og stuðning við veikburða hópa, til að mæta þörfum samfélagsins í heild fremur en að hygla sérhagsmunahópum. Sósíalistaflokkur Íslands hefur tekið þessar áherslur enn lengra með róttækum tillögum sem beinast að því að uppræta kerfislægan ójöfnuð og valdaójafnvægi í samfélaginu. Flokkurinn hafnar hugmyndafræði markaðshyggju sem hann telur hafa leitt til aukins ójafnaðar og misskiptingar, bæði í efnahagslegu og samfélagslegu samhengi. Í stefnu flokksins má sjá skýra áherslu á almannahagsmuni í baráttu fyrir eignarhaldi almennings á auðlindum og innviðum, svo sem orkukerfi, húsnæðismarkaði og heilbrigðisþjónustu. Eitt af lykilmálum Sósíalistaflokksins er húsnæðismál, þar sem hann krefst þess að húsnæði sé tryggt sem mannréttindi fremur en markaðsvara. Hann leggur til stórátak í uppbyggingu félagslegs húsnæðis til að draga úr áhrifum gróðaafla á markaðnum, sem hefur leitt til verðbólgu og skorts á viðráðanlegu húsnæði. Þá vinnur flokkurinn einnig að því að lækka framfærslukostnað, meðal annars með því að tryggja ókeypis heilbrigðisþjónustu, lækka leigu og draga úr verðtryggingu lána. Flokkurinn beinir spjótum sínum sérstaklega að sérhagsmunum stórfyrirtækja og fjármálafyrirtækja, sem hann telur hafa of mikil áhrif á stefnumótun stjórnvalda. Hann vill að auðlindir landsins, eins og orka og sjávarútvegur, skili meiri arði til almennings í stað þess að nýtast fáum útvöldum. Þessi stefna undirstrikar kjarnaviðhorf Sósíalistaflokksins: að samfélagið eigi að þjóna fólkinu í landinu en ekki einkahagsmunum. Áherslur flokksins endurspegla djúpa trú á því að jafna beri leikvöllinn í samfélaginu og að ójöfnuður sé ekki aðeins óréttlátur heldur einnig hindrun fyrir raunverulegt lýðræði. Með þessari róttæku nálgun skapar Sósíalistaflokkurinn andsvar við valdaójafnvægi sem hann telur ríkjandi í samfélaginu og býður kjósendum sem deila þessum sýn valkost sem leggur almannahagsmuni í öndvegi. Þetta er ekki flókið, kjósum Sósíalistaflokk Íslands í þessum kosningum. Höfundur er sósíalisti.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun