Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:31 Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar