Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun