Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar 27. nóvember 2024 09:10 Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Málefni barna og ungmenna eru meðal þess sem betur má fara í íslensku samfélagi. Þar er brýnt að taka heildstætt á málum enda börnin okkar dýrmætustu djásn. Þar að auki benti hagfræðingurinn James Heckman á að ekkert er eins arðbært fyrir samfélag og að hugsa vel um börn. Jöfnuður og öryggi fyrir barnafólk Vanlíðan barna hefur farið vaxandi um árabil; þriðjungur stúlkna í 6.-10. bekk er með einkenni kvíða og depurðar sem og um fjórðungur drengja. Almennt gildir að einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Þar endurspeglast enn og aftur hve jöfnuður, sem er leiðarljós Samfylkingar, er mikilvægur samfélaginu. Kjör barnafólks eru Samfylkingunni hugleikin og snúa m.a. að því að tryggja örugga afkomu í fæðingarorlofi, koma þróun barnabóta í fastari skorður og lögfesta rétt barna til leikskóla. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis- og kjaramálum. Líðan barna og snemmtæk inngrip Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta, skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá barni og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Mikilvægi menntunar og skólagöngu Menntun er eitt það mikilvægasta fyrir samfélag og framþróun þess. Fyrir utan mikilvægi þekkingar þá auðgar menntunin menningu, gildi, þrótt þjóðar, heilbrigði og efnahag. Menntun eykur þannig bæði efnahagslega og félagslega velsæld. Skólaumhverfið er, næst á eftir heimili barna, mikilvægasta umhverfi þeirra og gegnir mikilvægu uppeldis- og félagsmótunarhlutverki auk þess að jafna stöðu nemenda. Mikilvægt er að hafa í huga þær áskoranir sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir. Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda. Forgangsraða þarf íslenskukennslu á öllum skólastigum, lestri og líðan barna. Samfylkingin vill tryggja betri geðheilbrigðisstuðning á öllum skólastigum með aukinni aðkomu sálfræðinga og skólaheilsugæslu. Börn eiga ekki að bíða Biðtími eftir þjónustu við börn er víðast hvar of langur og brýnt að auka aðgengi að greiningu og meðferð.Samfylkingin hefur sett fram plan um örugg skref í heilbrigðismálum og hvernig bæta megi grunnþjónustu sem gagnast einnig sérhæfðari þjónustu. Það þarf að efla geðheilbrigðisþjónustu til muna og veita hlutfallslega meiri fjármunum þangað. Samfylkingin vill bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, til dæmis þannig að ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda. Brýnt er að samhæfa þjónustuna og að skilgreindar verði skyldur og hlutverk fyrsta, annars og þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu. Flestar geðraskanir koma fram í æsku og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Ljóst er að það skortir á úrræði fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, það verður að vera forgangsmál. Nýtt upphaf með Samfylkingu Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni en að hlúa að börnum enda sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Samfylkingin hefur plön um að efla úrræði er lúta að velferð barna; líðan þeirra, heilsu og menntun. Til þess þurfum við sterkt umboð frá kjósendum. Missum ekki af þessu tækifæri til breytinga, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er amma, landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun