„Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. nóvember 2024 14:01 Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun