„Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. nóvember 2024 14:01 Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun