Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar 2. desember 2025 16:00 Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hvar er andlit Krists? Jólin eru í nánd og senn fögnum við því að 2025 ár eru liðin frá fæðingu frelsarans. Sá atburður er svo merkilegur og svo samofinn allri menningu okkar að við miðum tímatalið sjálft við hann en virðumst þó á sama tíma oft gleyma hinni raunverulegu merkingu hans. Við þekkjum öll jólaguðspjallið: María og Jósef leggjast á flótta, finna sér hvergi húsaskjól og Jesúbarnið fæðist í jötu í fullkominni auðmýkt. Kristur fæddist hvorki sem konungur eða auðmaður heldur gerði hann sig smáan og varnarlausan og það er þannig sem hann ríkir; Hann birtist okkur ekki yfirþyrmandi og sterkur heldur biður okkur um að elska sig sem barn. Guð gerði sig lítinn svo við myndum ekki óttast dýrð hans, svo við gætum skilið hann í einfaldleika sínum, boðið hann velkominn og elskað hann. Þar með var öllum fyrri forsendum mannkynssögunar snúið á hvolf, andlit Guðs birtist okkur í hjálparlausu barni og fullkomnaðist síðar í písl hans og upprisu. Við kristnir menn höfum löngum litið á Maríu Mey sem sérstaka fyrirmynd okkar. Hún er ekki aðeins móðir Guðs heldur einnig fullkomin birtingarmynd trúarinnar: hún efaðist aldrei og fylgdi Kristi alla tíð, jafnvel í gegnum písl hans. Hún var þar með vitni að- og upplifði þjáningar sem er nánast ómögulegt að ímynda sér. Það hefði verið auðveldara að flýja eða líta undan eins og flestir lærisveinar Krists gerðu raunar. En Guð skapaði okkur ekki til að lifa þægilegu lífi heldur, þvert á móti, til dýrðar. Þar er ekki átt við við hina heiðnu dýrð afls og ríkidæmis, heldur einmitt þá auðmýkt sem birtist okkur í Jesúbarninu í jötunni og þeim styrk sem felst í samneyti við Drottin sjálfan: að líta ekki undan þegar aðrir þjást heldur leita að andliti Krists sem þjáist sjálfur með þeim. Ég hef fylgst nýlega með fréttum af Kaffistofu Samhjálpar sem glímir við mikinn húsnæðisvanda. Stofan er tímabundið til húsnæðis í kjallara Hvítasunnukirkjunnar og svo virðist sem að töluverð mótstaða hafi myndast meðal verðandi nágranna hennar við Grensásveg m.a vegna ótta við þá sem sækja stofuna og mögulegra neikvæðra áhrifa starfseminnar á húsnæðisverð. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur í öfugsnúnu samfélagi en þegar slíkar kenndir bera okkur ofurliði þá verðum við að leita í kjarnaboðskap kristinnar trúar til að eiga okkur einhverrar viðreisnar von. Frelsarinn sagði okkur jú ekki að hafa áhyggjur af rýrnandi húsnæðisverði, sígarettureyk eða ónæði heldur talaði hann skýrum orðum um að hafna auðsöfnun, sjálfselsku og harðlyndi og lagði raunar sinnuleysi að jöfnu við að vanrækja Drottin sjálfan: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.” (Matt 25.45) Samhjálp vinnur mjög mikilvægt starf og þangað sækja minnstu bræður okkar og systur í samfélaginu: fólk sem vegna fátæktar og fíknar á vart í sig og á og reiðir sig því á þessa þjónustu. Það er lífsnauðsynlegt fyrir þau að þessi starfsemi haldist til streitu. Ég vil því hvetja verðandi nágranna Kaffistofu Samhjálpar að taka þeim fagnandi og hugsa jákvætt um starfsemi hennar - sem tækifæri til að snerta guðdóminn sjálfan með því að elska náunga sinn. Ég vil einnig hvetja alla lesendur sem hafa færi á að hjálpa starfsemi Samhjálpar á einhvern hátt til að gera það. Það má t.d að gera á einfaldan hátt hér. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun