Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:02 Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Linda Heiðarsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar. Margar hverjar enda líklega sem orðin tóm. Kennaraverkfall fær varla umfjöllun í fjölmiðlum og samninganefndir ríkis og sveitarfélaga neita að setjast við samningaborðið og efna loforð við kennara um jöfnun launa frá 2016. Þetta fær okkur skólafólk óneitanlega til að hugsa hvers virði okkar störf eru og hvenær við skiptum raunverulega máli. Þegar mikið liggur við tilheyrum við framlínustétt en í augnablikinu erum við aukaleikarar í skugga pólitíkusa sem keppast um atkvæðin okkar. Engu að síður eru alltaf verkefni í gangi í þágu barna og menntamála, sum þeirra ná aldrei hljómgrunni meðal kennara því þau eru unnin of langt frá fólkinu sem raunverulega þarf og vill taka þátt í þeim. Eitt þessara verkefna sem lifði af, ef svo má segja, hófst veturinn 2018-2019 með skýrslu sem unnin var af þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem rýnt var í innleiðingu aðalnámskrár frá 2011 og kannað hvernig hún var nýtt í hverjum skóla fyrir sig. Niðurstaðan var einföld: Innleiðing aðalnámskrár af hálfu yfirvalda var lítil sem engin. Verkefnið endaði á herðum skólanna sjálfra og við tóku nokkur ár þar sem kennarar og skólastjórnendur hvers skóla klóruðu sér í hausnum yfir fjölda hæfniviðmiða sem sum hver voru óskiljanleg. Foreldrar skildu illa námsmatið og nemendur nýttu sér ekki endilega þá endurgjöf sem þeir fengu. Um hugmyndafræði námskrárinnar ríkir engu að síður ákveðin sátt. Undirrituð tók þátt í að vinna að könnun og skýrsluskrifum og í niðurstöðukafla voru lagðar til nokkrar tillögur að úrbótum. Þar á meðal endurskoðun og einföldun á hæfni- og matsviðmiðum. Aðgerðinni var hrundið af stað hjá MMS haustið 2022. Undirbúningshópur um endurskoðun aðalnámskrár var settur af stað og kom úr röðum kennara og skólastjórnenda sem höfðu unnið með gildandi námskrá. Vinnuhópar voru settir saman fyrir hverja námsgrein en þeir voru einnig samsettir af kennurum og skólastjórnendum á gólfinu sem höfðu mikla þekkingu og reynslu af vinnu með aðalnámskrá. Vinnan var einnig unnin í góðu samstarfi við helstu hagaðila og þeir upplýstir um framvindu verkefnisins reglulega. Í verkefninu voru þrjú megin markmið: Að einfalda, skýra og samræma og áhersla var á að endurskoðun á námskrám er sífelluvinna og stöðugt í þróun. Drög vinnuhópanna birtust í samráðsgátt á vordögum 2024 og fengu afar góð viðbrögð og umsagnir og lokaútgáfan birtist í stjórnartíðindum 28. október síðast liðinn. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú þegar hafið undirbúning við vinnu innleiðingar en hún felst m.a. í því að útbúa stuðningsefni fyrir kennara hugsað nemendum í hag, með skipulögðum námsmarkmiðum fyrir hvert hæfniviðmið, tengingum við lykilhæfni og tillögum að kennsluháttum. Til þeirrar vinnu hafa verið fengnir reynslumiklir og áhugasamir kennarar og stjórnendur af gólfinu en einnig verður samstarf við aðra sérfræðinga háskólasamfélagsins. Miklar vonir eru bundnar við að efnið sem til verður eigi eftir að vera í takt við úrbætur t.d. umræddan matsferil og námsefnisgerð. Við myndun nýrrar ríkisstjórnar er hætt við að verkefni sem þessi fari forgörðum af því nýr menntamálaráðherra ætli að fara eigin leiðir og geri eitthvað allt annað svo viðkomandi skilji nú örugglega eitthvað eftir sig. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og það er mikilvægt að stjórnvöld veiti fjármunum til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. Það er sóun að stinga góðum verkefnum ofan í skúffu. Menntun er mikilvægasta verkefni hvers samfélags og menntun er samfélagslegt verkefni. Tilgangur minn með þessari grein er einfaldur en skýr, hann er hvatning til menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar um að halda áfram samtali og samstarfi við fagfólkið á gólfinu og nýta þau verkefni sem farin eru af stað, nemendum okkar í hag. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í grunnskóla.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun