Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Dómstólar Dómsmál Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun