Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Dómstólar Dómsmál Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun