Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 16:45 Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Fjölskyldumál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar eru birtar tölur um að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á Íslandi þrátt fyrir að hindrunum inn á markaðinn hafi verið hlaðið upp síðustu ár og verð hækkað upp úr öllu valdi. Á meðal þeirra hindrana er reglan sem Seðlabankinn innleiddi fyrir þremur árum og sagði til um að afborganir af lánum fyrstu kaupenda megi ekki vera umfram 40 prósent af ráðstöfunartekjum þeirra. Innleiðing hennar var til þess gerð að kæla hagkerfið og reyna að draga úr verðbólgu. Það mistókst lengi vel, líkt og hækkandi íbúðaverð gefur til kynna. Þá hefur þessi takmörkun fyrst og síðast bitnað á þeim kaupendum sem geta ekki, eða takmarkað, sótt stuðning til foreldra eða annarra vandamanna vegna húsnæðiskaupa. Vegna þessa er sífellt algengara að fólk greiði börnunum sínum fyrirframgreiddan arf. Hlutfall hans af erfðafjárskatti var 31 prósent á árunum 2012 til 2018 en 66 prósent á fyrri hluta ársins 2023, og hefur hækkað síðan. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum öru breytingum í áðurnefndu minnisblaði. Sú helsta er mikil hækkun á fasteignaverði. Þar segir að sumir kjósi „þá eflaust að rétta afkomendum sínum hjálparhönd í formi fyrirframgreidds arfs.“ Þetta leiðir til þess að ákveðnir hópar eru í miklu betri færum en aðrir til að komast inn á húsnæðismarkað vegna auðs foreldra sinna. Nánar tiltekið þá eru þau tíu prósentlandsmanna sem áttu mestar hreinar eignir, og eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna, í góðum færum. Alls nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 tæplega 49 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna greiddu um helming þeirrar upphæðar í arf til barna sinna, eða um 25 milljarða króna. Á Íslandi þarf staðan ekki að vera sú að leiðin að öruggu húsnæði liggi í gegnum það hversu mikið af peningum foreldrar þínir eiga. Með því að endurheimta efnahagslegan stöðugleika er hægt að ná vöxtum niður þannig að fleiri uppfylli skilyrði til að kaupa sér heimili. Með því að ráðast í skynsamlegar og framkvæmanlegar aðgerðir til skemmri og lengri tíma á húsnæðismarkaði er hægt að fjölga íbúðum til að mæta eftirspurn og um leið halda aftur af frekari hækkunum á verði. Með því að ívilna húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða þá er hægt að fjölga leiguíbúðum, sem innheimta sanngjarna leigu, umtalsvert. Þetta ætlar Samfylkingin að gera. Og hún hefur lagt fram skýrt plan um hvernig hún ætlar að gera það.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun