Raunheimar Suðurnesja Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 24. október 2024 08:32 Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun