Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar 27. október 2025 10:32 Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist nýlega á Vísi lýsti skólastjóri því hvernig kennarar hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og ógn af hendi nemenda – atvik sem hefur vakið mikla athygli og áhyggjur víða. Þessi reynsla endurspeglar alvarlega þróun sem margir sérfræðingar hafa bent á, að ógn og ofbeldi gagnvart starfsfólki sé að aukast, ekki aðeins í skólum heldur einnig í verslun og þjónustugreinum, t.d. ferðaþjónustu, velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og hjá opinberum stofnunum. Slík atvik hafa djúp áhrif á líðan, starfsanda og öryggi starfsfólks. En jafn mikilvægt og það er að styðja við starfsfólk eftir á, er enn mikilvægara að byggja upp forvarnir sem byggja á raunverulegum gögnum og kerfisbundnu utanumhaldi. Sjá það sem gerist – áður en það stigmagnast Reynslan og rannsóknir sýna að stjórnendur geta ekki brugðist við því sem þeir sjá ekki eða ef þeir eru ekki upplýstir um atvikin. Þegar öll atvik til dæmis eins og ógn/ofbeldi eða vinnuslys á vinnustöðum eru skráð í miðlægt atvikaskráningarkerfi kerfi skapast heildarmynd þannig að stjórnendur geti gripið til aðgerða áður en ástand versnar. Það er ekki tilviljun að fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna kerfisbundið með slík gögn sjá áþreifanlegan árangur í öryggi og starfsánægju starfsfólks. Slíkt miðlægt atvikaskráningarkerfi er notað af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum um allt land. Kerfið gerir starfsmönnum kleift að skrá atvik á einfaldan hátt í gegnum snjalltæki, og stjórnendur fá rauntímayfirlit, tölfræði og greiningartól sem styðja við markvissar ákvarðanir til efla forvarnir og öryggi á vinnustaðnum. Frá viðbrögðum til forvarna Kerfisbundin skráning atvika er verkfæri til að sjá mynstur, greina áhættur og bregðast við áður en atvik endurtaka sig. Þegar fyrirtæki og stofnanir nýta slíka tækni verða þau fær um að byggja upp vinnustaðamenningu gagnsæis og trausts, þar sem starfsfólk upplifir að auðvelt sé að tilkynna um atvik og að brugðist sé við á faglegan hátt. Tæknin leysir ekki mannlegan vanda, en hún gerir okkur kleift að sjá hann og grípa til markvissra forvarnaraðgerða. Kerfisbundin skráning er þannig ekki aðeins hluti af lögbundinni vinnuvernd heldur raunveruleg leið til að styrkja öryggi og líðan starfsfólks í samfélagi sem krefst sífellt meiri aðhalds og ábyrgðar. Höfundur er sérfræðingur í áhættustjórnun.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun