Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar 27. október 2025 08:02 Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju samþykki ég á hverju ári að taka að mér umsjón? Það er eiginlega fáránlegt. Ekki vegna þess að að það stríði gegn því sem ég vil vera að gera í lífinu eða að ég telji mig ekki valda verkefninu. Nei, það er fáránlegt vegna þess að ég vel starfið þó mér þyki umgjörð starfsins óskiljanlega þversagnakennda. Starf umsjónarkennara er launað og telst því atvinna samkvæmt skilgreiningu. Samkvæmt gildandi kjarasamningi bætast tveir launaflokkar við einstakling sem tekur að sér umsjón samanborið við aðra grunnskólakennara. Í grunnlaunum reiknað gera það um þrjátíuogeittþúsund krónur. Hvort það séu sanngjörn laun fyrir starfið skal ósagt látið. Eitt er víst að þessir tveir launaflokkar eru ekki ástæða þess að ég tek að mér umsjón. En starfið er launað og þar með viðurkennt að verið sé að greiða fyrir einhverjar athafnir. En fyrir hvaða athafnir er greitt? Verkefnalista umsjónarkennara má í raun líkja við óútfylltan tékka. Um lagalegar skyldur umsjónarkennarans má lesa í grunnskólalögunum en sá lagabókstafur lýsir ekki öllum hliðum starfsins. Til að gera langa sögu stutta má súmmera þær í þrjú orð: ,,önnur tilfallandi störf” sem varða umsjónarnemendur okkar. Það væri raunar að æra óstöðugan að þylja upp verkefnalista umsjónarkennara og sosem ekki efni þessarar greinar (þó svo væri gæti ég ekki sett slíkan lista saman). Starfið mun aldrei verða meitlað í stein vegna þess að nemendur okkar og aðstandendur þeirra verða ekki meitlaðir í stein. Hugmyndir fólks um starfið og upplifun verða því alltaf háðar stað, stund og þeim sem mætir starfinu hverju sinni. Það má raunar ganga svo langt að segja að starfið sé ásættanlega óskiljanleg hugmynd. Og ef til vill mætti segja að það væri fáránlegt að reyna að öðlast fullan skilning á starfinu. En starfið er til, það krefst athygli og tíma. Svo mikið er víst. Annað má vera ásættanlega óskiljanlegt. Starfið er launað og það er til. Skilgreiningin á umsjónarkennara er þá einhvern veginn á þessa leið: Umsjónarkennari er grunnskólakennari sem fær greitt fyrir að bæta við sig öðrum tilfallandi verkefnum umsjónarkennarans. Réttast væri kannski að segja: Ég er grunnskóla- og umsjónarkennari. Kannski ættum við að venja okkur á að orða starfið okkar með slíkri langloku, svona eins og ,,Barna- og menningarmálaráðherra”. Kannski er það meira lýsandi af því hann er grunn- og umsjónarkennari. Grunn- og umsjónarkennari ætti að fá einhver kjör umfram aðra grunnskólakennara - ekki bara kaup umfram grunnskólakennara án umsjónar - að mínu mati. Eina leiðin sem ég sé til þess er að minnka kennsluskyldu. Með því móti væri umsjónarkennari í raun grunnskólakennari í hlutastarfi. Summan yrði eftir sem áður fullt starf og því viðurkenning á því að verkefni umsjónarkennarans krefjist tíma og athygli. En hvernig er þetta í raun. Skoðum stöðuna eins og hún er í dag. Grunnlaun grunnskólakennara eru 707.441 kr. Við þær bætast 31.092 kr. fyrir umsjónina. Umsjónarkennslan er sem sé metin 4% af heildarlaunum grunnskóla- og umsjónarkennarans. Ef við reiknum það sem hlutfall af vinnuviku (42,86 klst.) þá gera það um það bil 100 mínútur á viku, ríflega eina og hálfa klukkustund. En er þá verið að greiða fyrir mínútur umfram fullt starf? Ónei. Umsjónarkennarar semja um sömu vinnuskyldu og aðrir grunnskólakennarar. Tíminn sem ég fæ samkvæmt kjarasamningi til að sinna verkefnum umsjónarkennarans umfram aðra grunnskólakennara er því 0 mínútur. Ég hef 0 mínútur á viku til að veita umsjónarnemendum mínum athygli. Ég á bara að vinna hraðar! Veita nemendum athygli hraðar, fylgjast hratt með þeim, vera snöggur að leiðbeina þeim um nám og starf, fara hraðar yfir verkefni og græja kennslurýmið hraðar en aðrir grunnskólakennarar svo eitthvað sé nefnt. Ég fæ jú tvo launaflokka að auki. 0 mínútur en tvo launaflokka. Tilvist umsjónarkennarans einkennist af óskiljanlegri þversögn. Hún er einhvern veginn svona: ,,Það er til starf sem er hlaðið formlegum og óformlegum skyldum sem allar krefjast tíma og athygli en vinna skal á 0 mínútum fyrir þrjátíuogeittþúsund krónur”. Ég get ekki séð að þetta sé ásættanlegt módel. Hvorki fyrir umsjónarkennarann sjálfan né foreldra, nemendur og aðra sem treysta á athygli, fagmennsku og umhyggju umsjónarkennarans. Umsjónarkennari er lykilpersóna þegar kemur að samskiptum heimilis og skóla og gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með skólagöngu, þroska og líðan nemenda. Hann er mikilvæg forsenda fyrir því að einhver skólaþróun geti orðið að veruleika. Ég mun líklega áfram sækjast eftir því að vera umsjónarkennari vegna þess að starfið er skemmtilegt, gefandi og mikilvægt. Ég samþykki að hlutverk umsjónarkennarans séu stundum óræð og óskiljanleg. Þess vegna segi ég að þau séu ásættanlega óskiljanleg. En ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég samþykki kjarasamning fyrir umsjónarkennara upp á 0 mínútur og þrjátíuogeittþúsund krónur. Höfundur er kennari og foreldri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun