Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun