Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2025 10:02 Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju líður sumum konum vel í kringum breytingaskeiðið og tíðahvörf á meðan aðrar glíma til dæmis við svefnleysi, þreytu og þyngdaraukningu? Það er spurning sem ég hef oft velt fyrir mér í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og lífsstílsráðgjafi. Í dag vitum við að það er ekki bara eitt svar, heldur um ræðir samspil margra þátta. Rannsóknir sýna að lífsstíllinn, hvernig við nærum okkur, hreyfum okkur, sofum og sinnum andlegri líðan hefur djúpstæð áhrif á það hvernig líkaminn aðlagast þeim hormónabreytingum sem fylgja breytingaskeiðinu.Þetta er kjarninn í lífsstílsvísindum (Lifestyle Medicine), nýrri og ört vaxandi nálgun í heilbrigðisvísindum, sem snýst um að fyrirbyggja og jafnvel snúa við langvinnum sjúkdómum með markvissum breytingum á daglegum venjum. Þegar Alþjóðlegu breytingaskeiðssamtökin (International Menopause Society, IMS) ákváðu að helga árið 2025 þemanu “Lifestyle medicine in menopausal health,” var það ekki tilviljun.Það er staðfesting á því að við getum haft veruleg áhrif á eigin heilsu og líðan, jafnvel á tímum mikilla líkamlegra og andlegra umbreytinga. Sex stoðir lífsstílsvísinda Lífsstílsvísindi byggja á sex stoðum sem mynda grunninn að góðri heilsu: Næring: Trefja- og próteinrík fæða sem heldur blóðsykri í jafnvægi og nærir þarmaflóruna. Hreyfing: Styrktar- og þolþjálfun sem styður bein, hjarta og efnaskipti. Svefn: Endurnærandi hvíld sem styður hormónajafnvægi og andlega heilsu. Streitustjórnun: Daglegar leiðir til að róa taugakerfið, t.d. öndun, hugleiðsla eða útivist. Að forðast skaðleg efni: Til dæmis tóbak, áfengi og unnin matvæli. Félagsleg tengsl: Stuðningur og jákvæð samskipti styrkja bæði líkama og sál. Þessar einföldu stoðir virðast oft augljósar, en þær eru sérstaklega öflugar þegar þær eru sameinaðar. Samspil hormónameðferðar og lífsstíls Fyrir margar konur getur hormónameðferð verið lykillinn að því að ná aftur jafnvægi, sérstaklega þegar einkenni hafa áhrif á svefn, orku og líðan.Það sem rannsóknir sýna æ betur er að hormónameðferð og heilbrigður lífsstíll vinna saman.Konur sem fá hormónameðferð samhliða reglulegri styrktarþjálfun og næringarríku fæði sýna betri efnaskiptaheilsu, aukinn vöðvastyrk og meiri vellíðan en þær sem fá ekki hormónameðferð. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að horfa á heilsu kvenna á breytingaskeiði út frá heildrænni nálgun, þar sem hormónajafnvægi, lífsstíll og andleg líðan mynda eina heild. Ný hugsun um miðjan aldur Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur, heldur umbreytingartími í lífi kvennaTími þar sem tækifæri gefst til þess að endurskoða venjur, tengjast líkamanum á ný og byggja grunn að framtíðarheilsu.Þegar við nálgumst þetta tímabil með þekkingu, skilningi og lífsstílsnálgun í stað hræðslu eða uppgjafar getur þessi tími orðið nýtt upphaf. Höfundur er lífsstílshjúkrunarfræðingur hjá GynaMedica.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun