Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 25. október 2025 11:33 Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar