Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 27. október 2025 09:01 Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þann 24. október var kvennaverkfallið haldið í 50. sinn. Í hálfa öld hafa konur á Íslandi staðið saman og minnt á að án þeirra stöðvast samfélagið. Þær hafa krafist þess að störf þeirra séu metin, að laun þeirra endurspegli ábyrgðina sem þær bera og að rödd þeirra heyrist. En jafnvel í samfélagi sem telur sig vera í fararbroddi í jafnréttismálum er enn einn geiri þar sem misréttið lifir og hrærir: heilbrigðiskerfið. Um 80% starfsmanna Landspítalans eru konur. Konur sjá um umönnun, hjúkrun, aðstoð og mannlega nærveru. Þættina sem halda kerfinu uppi dag frá degi. Ef konurnar myndu leggja niður störf myndi heilbrigðiskerfið lamast á örfáum dögum. Það er óumdeilanlegt. Þrátt fyrir þetta blasir kaldhæðnin við, sama kerfi og þær halda uppi, tekur þær síður alvarlega þegar þær stíga þar inn sem sjúklingar. Það er sorgleg staðreynd að margar konur á Íslandi upplifa að þær séu ekki teknar alvarlega þegar þær leita sér læknisaðstoðar. Einkenni þeirra eru oft afskrifuð sem kvíði, streita eða hormónar. Þær fá ráð um að „slaka á“ þegar í raun eru þær að lýsa alvarlegum veikindum. Fjölmargar konur segja frá því að þær hafi þurft að hafa karlmann með sér til að fá lækninn til að hlusta. Að sama lýsingin, sögð með djúpri karlrödd, veki allt í einu viðbrögð, rannsóknir og meðferð. Þegar konan talar ein, er henni hins vegar mætt með efa eða hunsun. Þetta er ekki tilviljun, heldur kerfislægur kynjamismunur innbyggður í menningu heilbrigðiskerfisins, í kennslubókum, í greiningum og jafnvel í rannsóknum. Flestir sjúkdómar sem hrjá konur hafa lengi verið vanrannsakaðir, misskildir eða einfaldlega hunsaðir. Þetta á við um sjúkdóma eins og Endó, PCOS, POTS, króníska þreytu, hormónatengda sjúkdóma, sársauka og ónæmisraskanir. Þeir eru oft taldir „óútskýrðir“ en það sem raunverulega skortir er ekki svör, heldur áhugi, rannsóknarfé og virðing fyrir reynslu kvenna. Heilbrigðiskerfið var í áratugi byggt á rannsóknum á karlmönnum. Að svokallaðir kvensjúkdómar voru rannsakaðir á karlkynslíkömum. Líkami karlsins var talinn „sjálfgefinn“ líkami mannsins og af því leiddi að konur voru undantekningin. Þess vegna eru einkenni hjartaáfalla hjá konum síður þekkt, verkir þeirra teknir minna alvarlega og sjúkdómar þeirra greindir seinna. Þetta hefur ekki bara áhrif á lífsgæði kvenna, heldur getur bókstaflega kostað þær lífið. Þegar konur lýsa veikindum sínum eru þær alltof oft sakaðar um að ýkja eða vera „of næmar“. Þegar þær krefjast útskýringa eru þær merktar sem „erfiðar“. Þegar þær spyrja of margra spurninga eru þær sagt að hætta að googla. Þetta er ekki jafnræði, þetta er valdbeiting, fínleg, menningarleg og kerfisbundin. Við megum ekki sætta okkur við heilbrigðiskerfi þar sem trúverðugleiki sjúklings ræðst af kyni hans. Kvennaverkfallið minnir okkur á að jafnrétti er ekki aflokið verkefni. Það þarf að berjast fyrir því á hverjum degi, á vinnustöðum, í skólum og já, á heilsugæslum og spítölum landsins. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti á Íslandi á meðan heilbrigðiskerfið hlustar frekar á karla en konur. Það er ekki hægt að hrósa sér af jafnrétti á meðan sjúkdómar kvenna eru hunsaðir, rannsóknir á þeim vanræktar og reynsla þeirra gerð ósýnileg. Konur halda heilbrigðiskerfinu gangandi en kerfið verður ekki heilbrigt fyrr en það hlustar líka á þær. Það er kominn tími til að stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld og fagfólk í kerfinu taki þessu alvarlega. Það þarf að breyta menningunni, viðhorfunum og verklaginu. Ekki með einhverjum fallegum orðum, heldur með aðgerðum. Við krefjumst þess að konur séu teknar jafn alvarlega og karlar, að veikindi þeirra fái sömu athygli og að rödd þeirra verði ekki lengur þögguð. Jafnrétti má ekki enda við hurð spítalans. Það á að byrja þar. Höfundur er kennaranemi við HA og sjúklingur með POTS.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun