Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar 25. október 2025 18:00 Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ekki tilviljun að 3.400 sumarhús eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi. Við sumarhúsafólk komum ekki bara úr bænum og yfirtókum landið. Bændur í hreppnum seldu okkur landið og hreppurinn skipulagði þessar lóðir. Bændur fengu greitt fyrir landið og hreppurinn innheimtir alls konar gjöld af okkur á hverju ári. Samt koma þessir sömu bændur, sem stýra hreppnum, fram við okkur eins og aðskotadýr og afætur. „Við“ og „þið“ er viðhorfið. „Við“ sem búum í hreppnum, eigum og ráðum, og „þið“ sem standið undir kostnaðinum. Samtal Við sumarhúsaeigendur erum orðin þreytt á þessu viðhorfi. Við erum ekki „vandamál“, við erum hluti af samfélaginu í hreppnum – og við viljum fá að hafa rödd. Við viljum að það sé tekið tillit til hagsmuna okkar og að þær ákvarðanir sveitarstjórnarinnar sem varða okkur beint séu í það minnsta bornar undir okkur. Helst viljum við fá umboðsmann sumarhúsaeigenda inn í sveitarstjórn. Mismunun Hægt er að nefna mörg dæmi um þetta „við“ og „þið“ viðhorf sveitarstjórnar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hafa ríflega þrefalt ódýrara í sund fyrir þá sem ættu lögheimili í hreppnum. Sú mismunun var kærð árið 2023 og í framhaldinu dregin til baka. Ljósleiðari var lagður heim á öll lögbýli í hreppnum, ábúendum að kostnaðarlausu, en sumarhúsaeigendur gátu fengið að tengjast ljósleiðaranum fyrir háar fjárhæðir. Nýjasta dæmið um mismunun fasteignaeigenda í hreppnum er tíðni á losun rotþróa. Rotþrær hafa árum saman verið losaðar á þriggja ára fresti, en skv. leiðbeiningum bæði frá Umhverfis- og orkustofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands ber að tæma rotþrær við sumarhús á tveggja til þriggja ára fresti, oftar ef notkunin er allt árið. Sveitarstjórnin ákvað að breyta þessu og tæma rotþrær hjá sumarhúsum hér eftir á fimm ára fresti. Rotþrær á lögbýlum eru hins vegar áfram tæmdar á þriggja ára fresti. Um leið og þessi ákvörðun var tekin var ákveðið að hækka gjaldið fyrir losun við sumarhús um 50%. Fyrir marga sumarhúsaeigendur þýðir þetta aukalosun fyrir 150 þús. kr. á milli skipulagðra losana. Fasteignagjöld En sumarhúsaeigendur eru ekki bara þreyttir á þessari mismunun. Við erum þreytt á að fá ekki þá þjónustu sem við greiðum fyrir. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru einhver hæstu fasteignagjöld á landinu, notuð til að niðurgreiða næstlægstu útsvarsprósentu á landinu. Sumarhúsaeigendur standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar? Grenndarstöðvar Grenndarstöðvar fyrir sorplosun eru of fáar, gámar eru of fáir, þeir eru tæmdir of sjaldan og svæðin eru sóðaleg. Þegar fólk er svo búið að taka á sig krók á heimleið á sunnudegi, kemur að yfirfullum gámum, verður pirrað og skilur ruslið eftir við gáminn, er það yfirleitt viðbragð sveitarstjórnarinnar að loka grenndarstöðinni „af því þið gangið svo illa um“. Gámastöð Annað tengt mál er opnunartími Gámastöðvarinnar við Seyðishóla. Á veturna er hún opin þrjá daga vikunnar í tvo tíma á dag. Á sumrin er hún opin fjóra daga vikunnar í þrjá tíma á dag, fyrir utan laugardaga þegar hún er opin í sex tíma. Gámastöðin er hins vegar lokuð á sunnudögum allan ársins hring. Hvenær er líklegast að sumarhúsaeigendur þurfi að losa sig við rusl? Göngu- og hjólastígar Síðast en ekki síst. Fólk fjárfestir í sumarhúsi úti í sveit af því það vill komast út í náttúruna. Flest okkar vilja t.d. gjarnan stunda einhverja útivist, ganga, skokka eða hjóla. En það getur reynst þrautin þyngri og jafnvel lífshættulegt. Ég hef t.d. aldrei verið hræddari um líf mitt heldur en þegar ég ákvað að hjóla frá sumarbústaðnum mínum niður í Þrastarlund til að fá mér pítsu. Þó ég hafi stokkið ein út úr flugvél í fallhlíf var það ekki nálægt því jafn skelfilegt og að hjóla eftir Þingvallavegi og Biskupstungnabraut, á örmjóum vegi með engri vegöxl innan um flutningabíla á 100 km. hraða sem hvorki slógu af né viku um hársbreidd. Hvar eru göngustígarnir? Hvar er skipulagið? Það er ekki nóg að selja endalausar sumarhúsalóðir, það þarf að skipuleggja göngu- og hjólastíga. Slíka stíga er hvorki að finna inni í sumarhúsahverfunum né meðfram hraðbrautum hreppsins. Höfundur er sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun