Nýsköpun skapar aukna hagsæld Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 17:01 Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nýsköpun Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun