Við verðum að viðhalda vegum Sigþór Sigurðsson skrifar 21. október 2024 15:00 Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun