Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves) Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. október 2024 11:02 Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Sum hafa ekki aðgengi að skrifstofu sveitarfélagsins eða einu versluninni í plássinu, né leikskólanum, hvað þá að störfum sem henta. Við sem nýtum hjólastóla verðum fyrir ýmsum hindrunum í daglegu lífi. Hindrunum sem aðrir, og ég sjálf í fyrra lífi, tókum ekki eftir. Það að komast ekki í veislur, partý, íþróttaviðburði, leikhús eða annað varð allt í einu blákaldur veruleikinn. Félagslegt aðgengi er mikilvægara hreyfihömluðu fólki eftir að það fær hjólastólinn heldur en áður. Útilokun, aðgreining og höfnun eru erfitt föruneyti þess sem nýtir hjálpartæki, en vandamálið er ekki þess hreyfihamlaða heldur samfélagsins; fyrirtækja sem ráða ekki hreyfihamlað fólk í vinnu vegna lágs fötlunarsjálfstraust, ráðuneyta þar sem hreyfihamlað fólk er skilið eftir þegar partý eru haldin, af því að partýstaðurinn er ekki aðgengilegur. Sama má segja um ferðamannastaði, hótel og viðburði svo sem þegar friðarsúlan er tendruð í Viðey, ekkert aðgengi. Svo eru það afmælisveislurnar þar sem öllum í bekknum er boðið en hreyfihamlaða barnið kemst ekki í. Að ekki sé minnst á Íþróttirnar og viðburðina sem hreyfihömluð börn og fullorðnir eru útilokuð frá vegna aðgengisleysis. Sjálfsbjörg hefur í áratugi vakið athygli á og barist fyrir úrbótum í þessum málum og margt hefur áunnist. Aðgengi hefur stórlega batnað og má þakka það t.d. bættum Skipulags- og byggingalögum og byggingareglugerðum þar sem algild hönnun er viðmiðið. En eitt er að lög taki tillit til hreyfihamlaðs fólks, annað er að samfélagið, fólkið í landinu, tileinki sér þann hugsunarhátt að gera ráð fyrir öllum. Að það sé í raun viðurkennt og þykja sjálfsögð réttindi að fatlað fólk hafi aðgengi að öllum sviðum samfélagsins. Í því felst ekki bara aðgengi að partýjum þó þau séu mikilvæg heldur líka aðgengi að menntun, atvinnu, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur, ítrekað verið bent á að hugsunarleysi þeirra sem hanna og byggja hindranir í samfélaginu, gera okkur sem nýtum hjálpartæki gríðarlegan óleik. Bara með hugsunarleysi sínu. Sama má segja um partý það sem umrætt hefur verið í fjölmiðlum og vinum mínum var boðið í en var ekki aðgengilegt. Þau tóku þá ákvörðun að í stað þess að sitja eftir með sára tilfinningu höfnunar, buðu þau í partýið heim til sín og þangað gátu allir starfsfélagar komið hvort sem þeir nýttu hjólastól eða ekki. Það má þó ekki vera þannig að best sé að sá sem nýtir hjálpartæki bjóði alltaf í partýið. Í viðhorfaveisluna er öllum boðið, en til þess að mæta í hana þarf fólk að vera rétt gírað og í stuði, líka veisluhaldararnir. Látum nýliðinn atburð um viðhorf eða hugsunarleysi, eins og það er kallað, verða til þess að breyta leiknum, þannig að öll geti tekið þátt. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun