Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar 4. október 2024 09:03 Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun