Styðjum mannréttindi - Lærum af sögunni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 30. september 2024 21:02 Árás Ísraels á Gaza hefur afhjúpað stjórnvöld Vesturlanda. Ljóst er að stuðningur þeirra við þjóðarmorðið á Gaza og á Vesturbakkanum á rætur sínar í fortíð nýlenduríkjanna, ríkjanna sem fóru um heiminn rænandi og ruplandi - og kúguðu þjóðir Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Ísrael er afsprengi nýlenduveldanna, stofnað í krafti hugsjóna þeirra og hagsmuna. Breska heimsveldið lagði grunninn að stofnun Ísrael með hinni makalausu Balfour-yfirlýsingu árið 1917 og gengdarlausri kúgun á Palestínumönnum þegar Bretland var umsjónarríki Palestínu 1922 - 1947 í umboði Þjóðabandalagsins sáluga. Samtímis hygluðu þeir síonistunum sem frá byrjun ætluðu að yfirtaka alla Palestínu og stærra svæði ef það gengi. Ísrael er vígi nýlendustefnunnar Yfirgangur gömlu nýlenduveldanna og brot á reglum hinna nýstofnuðu Sameinuðu þjóða árið 1947 tryggðu tækifæri síonistanna til að stofna ríki á landi Palestínumanna. Ísland var eitt þeirra landa sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna stuðluðu að skiptingu Palestínu milli aðkomufólks frá Evrópu og frumbyggja landsins. Þetta er hin sanna saga um tilurð þessa ríkis sem nú fer hamförum í útrýmingarherferð sinni gegn Palestínu. Herferðinni sem hófst fyrir meira sjö áratugum, en ekki 7. október líkt og Guðlaugur Þór ráðherra Sjálfstæðisflokksins lýsti yfir 7. nóvember 2023, eða eins og Kamala Harris sagði í forsetakappræðunum um árás Ísraels á Gaza: „Við skulum átta okkur á því hvernig við komumst hingað. Hinn 7. október drápu Hamas, hryðjuverkasamtök, 1.200 Ísraela.“ Þetta eru sögufalsanir sem er ætlað að gera Palestínumenn, sem eru fórnarlömb áratuga ofsókna, að sökudólgum. Og þetta er kjarninn í þeirri stefnu ríkjanna sem nú styðja hið afhjúpaða Ísrael með vopnum og veita þeim friðhelgi gegn viðurlögum við áframhaldandi brotum á alþjóðalögum og sáttmálum. Þessi stefna rímar við afstöðu ríkjanna um að forréttindi þeirra haldi áfram: „rétturinn“ til að heyja stríð og stela auðlindum annarra, og til að traðka á frumbyggjum og stela landi þeirra. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky dró fram kjarna málsins: „Og hvað er Ísrael? Það land er landnemanýlenda. Mig grunar að sú staðreynd hljómi vel í eyrum Bandaríkjamanna. Ísrael er að gera það sama og við gerðum svo það hlýtur að vera eitthvað rétt í aðgerðum þeirra.“ Rasisminn var undirrótin í aðgerðum nýlenduveldanna gagnvart frumbyggjum Afríku og annarra landa. Síonisminn, stefna Bens Gurion og forystumanna Alþjóðahreyfingar síonista, er afsprengi kynþáttahyggjunnar, hugmyndanna um að einn hópur eða þjóð sé öðrum rétthærri. Helförin byggði á kynþáttahyggju nasista og afmennskun gyðinga. Afmennskun Palestínumanna í vestrænum fjölmiðlum og stjórnmálalífi er kynþáttahyggja. Flestallir íbúar Ísraels eru gegnsýrðir af kynþáttahyggju, innrætingin hefst í frumbernsku. Yfirgnæfandi fjöldi Ísraelsbúa styður þjóðarmorðið gegn Palestínumönnum og hreyfing öfga-síonista, sem eru hreinræktaðir fasistar, stýrir för jafnt á þingi sem í ríkisstjórn. Lífsnauðsynleg breyting Ísraels yfir í friðsamt og lífvænlegt lýðræðisríki, þar sem ríkir jafnrétti allra íbúa, mun ekki koma innanfrá - það er á ábyrgð alþjóðasamfélagsins og almennings að koma jafnt gyðingum og Palestínumönnum til hjálpar. Breski blaðamaðurinn Jonathan Cook lagði fram eftirfarandi spurningar: „Á hvaða tímapunkti verður það óábyrgt að bera ekki saman slátrun Ísraels á palestínsku þjóðinni við þjóðarmorðið sem Vesturlandabúar þekkja best: helför nasista? Og síðan skrifaði hann: „Á hvaða tímapunkti breytist það í samsekt, það að hlífa Ísrael við þeirri eðlilegu andúð sem aðgerðir þess vekja? Á hvaða tímapunkti þarf vestrænn almenningur að átta sig á þjóðarmorði Ísraels með því að setja það í viðeigandi sögulegt samhengi: sem krefst þess að þeir skilji hvernig síonistahreyfingin mótaðist hugmyndafræðilega af túlkun sinni á ógeðslegri, aldargamalli evrópskri þjóðernishyggju sem náði hámarki í nasisma, og hvernig síonistar völdu að spegla þá hugmyndafræði yfirburðahyggjunnar [supremacist] frekar en að hafna henni?“ Rétturinn til að verja glæpina Talsmenn og verjendur Ísraels, jafnt hér á landi sem í öðrum vestrænum löndum, hafa jafnan tvær setningar á takteinunum: Ísrael hefur rétt til að verja sig - og: Ísrael er lýðræðisríki. Sannleikurinn er sá að Ísrael er að verja landrán sitt og áratuga morðherferð og kúgun. Það að viðurkenna þann „rétt“ er að sjálfsögðu endurómur nýlendustefnunnar sem byggði á landráni, morðum og kúgun. Íslenskir stjórnmálamenn sem halda fram rétti Ísraels til að verjast enduróma í raun afstöðu stjórna Bretlands, Bandaríkjanna og fleiri NATO-ríkja sem styðja Ísrael. Í Ísrael búa 7,2 milljónir sem eru skráðir sem gyðingar. Þar af búa um sjöhundruð þúsund ólöglega á Vesturbakkanum og A-Jerúsalem. Um 27% íbúanna innan viðurkenndra landamæra Ísraels eru ekki gyðingar. Á öllu svæðinu sem Ísrael ræður nú eru gyðingar minnihluti, eða 47% íbúanna. „Aðeins gyðingar njóta fullra lýðréttinda“ sagði ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy þegar hann kom í heimsókn til Íslands. Lýðræðið í Ísrael er fyrir suma en ekki alla - og þar með er kjarni lýðræðisins horfinn. Fjarvera lýðræðisins er reyndar skráð í grunnlög landsins: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlegan, trúarlegan og sögulegan rétt til sjálfræðis...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina“. Skýrara verður það varla að ríkið er ekki ríki allra landsmanna, þ.e. þeirra 27% sem eru ekki taldir til gyðinga. Auðvitað skiptir engu máli hvort Ísrael er talið vera lýðræðisríki eða ekki; við dæmum ríki af framferði þeirra. Þjóðarmorð Ísraelshers batnar ekkert við það ef þeir koma frá landi sem sumir segja vera „eina lýðræðisríkið á svæðinu“. Mannréttindayfirlýsing SÞ Þann 10. desember 1948 samþykktu fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Mannréttindayfirlýsingu samtakanna. Eftir hildarleik heimstyrjaldar reyndu menn að draga lærdóma af sögunni. Helförin var í fersku minni og eyðilegging hernaðarátakanna blasti hvarvetna við. Í inngangsorðum yfirlýsingarinnar er því lýst yfir: „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar“... og að æðsta markmið mannsins er: „að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis,... og þurfi ekki að líða skort.“ Sama ár og þessi metnaðarfulla yfirlýsing var samþykkt stofnuðu síonistar Ísraelsríki með gegndarlausum hernaði gegn frumbyggjum Palestínu - með skýru broti á öllu því sem Mannréttindayfirlýsingin byggði á. Og þá erum við komin aftur að hlutverki fyrrum nýlenduveldanna sem nú styðja þjóðarmorð Ísraels. Öll ríki SÞ, einnig Ísrael, skrifuðu undir Mannréttindayfirlýsingun SÞ. Bandaríkin, Bretland og fleiri ríki töldu sig þó geta sniðgengið ákvæði hennar að eigin geðþótta. Réttindi og frelsi Palestínumanna voru virt að vettugi og þeir hafa búið við það ástand í sjötíu og sex ár. Alþjóðadómstólarnir Sökum framferðis Bandaríkjanna og annarra stuðningsríkja Ísraels er stöðu alþjóðamála, alþjóðasáttmála og samtaka stefnt í tvísýnu í vörninni fyrir Ísrael. Samtök Sameinuðu þjóðanna, með bakhjarl í mann-réttindayfirlýsingunni og sáttmálanum gegn þjóðarmorði, eru sem lömuð og ófær um að framfylgja háleitum markmiðum sínum um rétt allra manna til að lifa við frelsi og mannréttindi. Genfarsáttmálinn um stríðsátök og vernd flóttafólks er nú „Eins og gulnað blað sem geymir óræð orð“ og búið er að brjóta. Í maí s.l. lagði Alþjóðlegi glæpadómstóllinn (International Criminal Court) fram kröfu um handtöku Benjamins Netanyahu forsætisráðherra Ísrael vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza, m.a. fyrir að beita hungri sem vopni gegn íbúum Gaza. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóti alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Sami dómstóll hefur sagt aðgerðir Ísraelshers á Gaza vera mögulegt þjóðarmorð og skipaði því hernum að hætta árásum á Gazabúa. Þrátt fyrir þessar aðgerðir dómstólanna og ákvæði alþjóðalaga um að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna skuli lúta ákvörðunum, hefur Ísrael í engu sinnt þeim en þess í stað aukið morðárásir sínar og eyðileggingu á Gaza og á Vesturbakkanum. „Aldrei aftur“ Þann 13. september 2018, þegar sjötíu ár voru liðin frá því að Sáttmálinn um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð var samþykktur, flutti Andrius Krivas, fastafulltrúi Litháen hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, ávarp fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í sérstakri umræðu um þjóðarmorð í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði m.a.: „Við þurfum því ekki aðeins öflugri ábyrgðarkerfi heldur einnig að einblína á forvarnir. Þó að meginábyrgðin sé hjá ríkjum, verða allir að bregðast við snemma, á staðbundnum, innlendum og alþjóðlegum vettvangi.“ „Eftir þjóðarmorðið í Rúanda var loforð alþjóðasamfélagsins „aldrei aftur“. Þrátt fyrir þetta, og skuldbindingu aðildarríkja SÞ til að vernda íbúa, eru grimmdarglæpir áfram framdir. Fyrir ofsótta einstaklinga um allan heim hafa þessi loforð og skuldbindingar ekki skilað sér í aðgerð. Refsileysi er enn allt of algengt.“ Refsileysið gagnvart Ísrael er algjört þrátt fyrir yfirlýsingu Alþjóðadómstólsins. Það sýnir að vestræn ríki, helstu stuðningsríki Ísraels, hafa ekki bara brugðist skyldum sínum. Öflugustu ríkin í þessum hópi styðja þjóðamorð Ísraels með vopnum og pólitískri vernd. Og Ísland er í slæmum félagsskap svo lengi sem engar refsiaðgerðir gegn Ísrael eru samþykktar á Alþingi né áformaðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna ríki Palestínu. Síðan hafa Svíþjóð, Noregur, Spánn og Írland bæst í hóp þeirra 143 ríkja sem viðurkenna ríki Palestínu. Þetta eru allt skref í rétta átt en duga ekki til þess að gera Ísrael ábyrgt gerða sinna. Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland og fleiri ríki halda áfram að styðja þjóðarmorðið í Palestínu og munu að lokum verða dæmd meðsek þegar Alþjóðadómstóllinn kveður upp sinn lokadóm. Ísland gæti tekið forystu enn á ný ef við framfylgjum ákvæðum Sáttmálans gegn þjóðarmorði um viðurlög gegn þjóðum sem brjóta hann - og sett viðskiptabann á Ísrael. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar NATO Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Árás Ísraels á Gaza hefur afhjúpað stjórnvöld Vesturlanda. Ljóst er að stuðningur þeirra við þjóðarmorðið á Gaza og á Vesturbakkanum á rætur sínar í fortíð nýlenduríkjanna, ríkjanna sem fóru um heiminn rænandi og ruplandi - og kúguðu þjóðir Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Ísrael er afsprengi nýlenduveldanna, stofnað í krafti hugsjóna þeirra og hagsmuna. Breska heimsveldið lagði grunninn að stofnun Ísrael með hinni makalausu Balfour-yfirlýsingu árið 1917 og gengdarlausri kúgun á Palestínumönnum þegar Bretland var umsjónarríki Palestínu 1922 - 1947 í umboði Þjóðabandalagsins sáluga. Samtímis hygluðu þeir síonistunum sem frá byrjun ætluðu að yfirtaka alla Palestínu og stærra svæði ef það gengi. Ísrael er vígi nýlendustefnunnar Yfirgangur gömlu nýlenduveldanna og brot á reglum hinna nýstofnuðu Sameinuðu þjóða árið 1947 tryggðu tækifæri síonistanna til að stofna ríki á landi Palestínumanna. Ísland var eitt þeirra landa sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna stuðluðu að skiptingu Palestínu milli aðkomufólks frá Evrópu og frumbyggja landsins. Þetta er hin sanna saga um tilurð þessa ríkis sem nú fer hamförum í útrýmingarherferð sinni gegn Palestínu. Herferðinni sem hófst fyrir meira sjö áratugum, en ekki 7. október líkt og Guðlaugur Þór ráðherra Sjálfstæðisflokksins lýsti yfir 7. nóvember 2023, eða eins og Kamala Harris sagði í forsetakappræðunum um árás Ísraels á Gaza: „Við skulum átta okkur á því hvernig við komumst hingað. Hinn 7. október drápu Hamas, hryðjuverkasamtök, 1.200 Ísraela.“ Þetta eru sögufalsanir sem er ætlað að gera Palestínumenn, sem eru fórnarlömb áratuga ofsókna, að sökudólgum. Og þetta er kjarninn í þeirri stefnu ríkjanna sem nú styðja hið afhjúpaða Ísrael með vopnum og veita þeim friðhelgi gegn viðurlögum við áframhaldandi brotum á alþjóðalögum og sáttmálum. Þessi stefna rímar við afstöðu ríkjanna um að forréttindi þeirra haldi áfram: „rétturinn“ til að heyja stríð og stela auðlindum annarra, og til að traðka á frumbyggjum og stela landi þeirra. Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky dró fram kjarna málsins: „Og hvað er Ísrael? Það land er landnemanýlenda. Mig grunar að sú staðreynd hljómi vel í eyrum Bandaríkjamanna. Ísrael er að gera það sama og við gerðum svo það hlýtur að vera eitthvað rétt í aðgerðum þeirra.“ Rasisminn var undirrótin í aðgerðum nýlenduveldanna gagnvart frumbyggjum Afríku og annarra landa. Síonisminn, stefna Bens Gurion og forystumanna Alþjóðahreyfingar síonista, er afsprengi kynþáttahyggjunnar, hugmyndanna um að einn hópur eða þjóð sé öðrum rétthærri. Helförin byggði á kynþáttahyggju nasista og afmennskun gyðinga. Afmennskun Palestínumanna í vestrænum fjölmiðlum og stjórnmálalífi er kynþáttahyggja. Flestallir íbúar Ísraels eru gegnsýrðir af kynþáttahyggju, innrætingin hefst í frumbernsku. Yfirgnæfandi fjöldi Ísraelsbúa styður þjóðarmorðið gegn Palestínumönnum og hreyfing öfga-síonista, sem eru hreinræktaðir fasistar, stýrir för jafnt á þingi sem í ríkisstjórn. Lífsnauðsynleg breyting Ísraels yfir í friðsamt og lífvænlegt lýðræðisríki, þar sem ríkir jafnrétti allra íbúa, mun ekki koma innanfrá - það er á ábyrgð alþjóðasamfélagsins og almennings að koma jafnt gyðingum og Palestínumönnum til hjálpar. Breski blaðamaðurinn Jonathan Cook lagði fram eftirfarandi spurningar: „Á hvaða tímapunkti verður það óábyrgt að bera ekki saman slátrun Ísraels á palestínsku þjóðinni við þjóðarmorðið sem Vesturlandabúar þekkja best: helför nasista? Og síðan skrifaði hann: „Á hvaða tímapunkti breytist það í samsekt, það að hlífa Ísrael við þeirri eðlilegu andúð sem aðgerðir þess vekja? Á hvaða tímapunkti þarf vestrænn almenningur að átta sig á þjóðarmorði Ísraels með því að setja það í viðeigandi sögulegt samhengi: sem krefst þess að þeir skilji hvernig síonistahreyfingin mótaðist hugmyndafræðilega af túlkun sinni á ógeðslegri, aldargamalli evrópskri þjóðernishyggju sem náði hámarki í nasisma, og hvernig síonistar völdu að spegla þá hugmyndafræði yfirburðahyggjunnar [supremacist] frekar en að hafna henni?“ Rétturinn til að verja glæpina Talsmenn og verjendur Ísraels, jafnt hér á landi sem í öðrum vestrænum löndum, hafa jafnan tvær setningar á takteinunum: Ísrael hefur rétt til að verja sig - og: Ísrael er lýðræðisríki. Sannleikurinn er sá að Ísrael er að verja landrán sitt og áratuga morðherferð og kúgun. Það að viðurkenna þann „rétt“ er að sjálfsögðu endurómur nýlendustefnunnar sem byggði á landráni, morðum og kúgun. Íslenskir stjórnmálamenn sem halda fram rétti Ísraels til að verjast enduróma í raun afstöðu stjórna Bretlands, Bandaríkjanna og fleiri NATO-ríkja sem styðja Ísrael. Í Ísrael búa 7,2 milljónir sem eru skráðir sem gyðingar. Þar af búa um sjöhundruð þúsund ólöglega á Vesturbakkanum og A-Jerúsalem. Um 27% íbúanna innan viðurkenndra landamæra Ísraels eru ekki gyðingar. Á öllu svæðinu sem Ísrael ræður nú eru gyðingar minnihluti, eða 47% íbúanna. „Aðeins gyðingar njóta fullra lýðréttinda“ sagði ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy þegar hann kom í heimsókn til Íslands. Lýðræðið í Ísrael er fyrir suma en ekki alla - og þar með er kjarni lýðræðisins horfinn. Fjarvera lýðræðisins er reyndar skráð í grunnlög landsins: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlegan, trúarlegan og sögulegan rétt til sjálfræðis...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina“. Skýrara verður það varla að ríkið er ekki ríki allra landsmanna, þ.e. þeirra 27% sem eru ekki taldir til gyðinga. Auðvitað skiptir engu máli hvort Ísrael er talið vera lýðræðisríki eða ekki; við dæmum ríki af framferði þeirra. Þjóðarmorð Ísraelshers batnar ekkert við það ef þeir koma frá landi sem sumir segja vera „eina lýðræðisríkið á svæðinu“. Mannréttindayfirlýsing SÞ Þann 10. desember 1948 samþykktu fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Mannréttindayfirlýsingu samtakanna. Eftir hildarleik heimstyrjaldar reyndu menn að draga lærdóma af sögunni. Helförin var í fersku minni og eyðilegging hernaðarátakanna blasti hvarvetna við. Í inngangsorðum yfirlýsingarinnar er því lýst yfir: „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar“... og að æðsta markmið mannsins er: „að lifa í heimi þar sem allir fái notið tjáningar- og trúfrelsis,... og þurfi ekki að líða skort.“ Sama ár og þessi metnaðarfulla yfirlýsing var samþykkt stofnuðu síonistar Ísraelsríki með gegndarlausum hernaði gegn frumbyggjum Palestínu - með skýru broti á öllu því sem Mannréttindayfirlýsingin byggði á. Og þá erum við komin aftur að hlutverki fyrrum nýlenduveldanna sem nú styðja þjóðarmorð Ísraels. Öll ríki SÞ, einnig Ísrael, skrifuðu undir Mannréttindayfirlýsingun SÞ. Bandaríkin, Bretland og fleiri ríki töldu sig þó geta sniðgengið ákvæði hennar að eigin geðþótta. Réttindi og frelsi Palestínumanna voru virt að vettugi og þeir hafa búið við það ástand í sjötíu og sex ár. Alþjóðadómstólarnir Sökum framferðis Bandaríkjanna og annarra stuðningsríkja Ísraels er stöðu alþjóðamála, alþjóðasáttmála og samtaka stefnt í tvísýnu í vörninni fyrir Ísrael. Samtök Sameinuðu þjóðanna, með bakhjarl í mann-réttindayfirlýsingunni og sáttmálanum gegn þjóðarmorði, eru sem lömuð og ófær um að framfylgja háleitum markmiðum sínum um rétt allra manna til að lifa við frelsi og mannréttindi. Genfarsáttmálinn um stríðsátök og vernd flóttafólks er nú „Eins og gulnað blað sem geymir óræð orð“ og búið er að brjóta. Í maí s.l. lagði Alþjóðlegi glæpadómstóllinn (International Criminal Court) fram kröfu um handtöku Benjamins Netanyahu forsætisráðherra Ísrael vegna aðgerða Ísraelshers á Gaza, m.a. fyrir að beita hungri sem vopni gegn íbúum Gaza. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóti alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Sami dómstóll hefur sagt aðgerðir Ísraelshers á Gaza vera mögulegt þjóðarmorð og skipaði því hernum að hætta árásum á Gazabúa. Þrátt fyrir þessar aðgerðir dómstólanna og ákvæði alþjóðalaga um að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna skuli lúta ákvörðunum, hefur Ísrael í engu sinnt þeim en þess í stað aukið morðárásir sínar og eyðileggingu á Gaza og á Vesturbakkanum. „Aldrei aftur“ Þann 13. september 2018, þegar sjötíu ár voru liðin frá því að Sáttmálinn um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð var samþykktur, flutti Andrius Krivas, fastafulltrúi Litháen hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, ávarp fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í sérstakri umræðu um þjóðarmorð í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði m.a.: „Við þurfum því ekki aðeins öflugri ábyrgðarkerfi heldur einnig að einblína á forvarnir. Þó að meginábyrgðin sé hjá ríkjum, verða allir að bregðast við snemma, á staðbundnum, innlendum og alþjóðlegum vettvangi.“ „Eftir þjóðarmorðið í Rúanda var loforð alþjóðasamfélagsins „aldrei aftur“. Þrátt fyrir þetta, og skuldbindingu aðildarríkja SÞ til að vernda íbúa, eru grimmdarglæpir áfram framdir. Fyrir ofsótta einstaklinga um allan heim hafa þessi loforð og skuldbindingar ekki skilað sér í aðgerð. Refsileysi er enn allt of algengt.“ Refsileysið gagnvart Ísrael er algjört þrátt fyrir yfirlýsingu Alþjóðadómstólsins. Það sýnir að vestræn ríki, helstu stuðningsríki Ísraels, hafa ekki bara brugðist skyldum sínum. Öflugustu ríkin í þessum hópi styðja þjóðamorð Ísraels með vopnum og pólitískri vernd. Og Ísland er í slæmum félagsskap svo lengi sem engar refsiaðgerðir gegn Ísrael eru samþykktar á Alþingi né áformaðar hjá íslenskum stjórnvöldum. Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til þess að viðurkenna ríki Palestínu. Síðan hafa Svíþjóð, Noregur, Spánn og Írland bæst í hóp þeirra 143 ríkja sem viðurkenna ríki Palestínu. Þetta eru allt skref í rétta átt en duga ekki til þess að gera Ísrael ábyrgt gerða sinna. Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Frakkland og fleiri ríki halda áfram að styðja þjóðarmorðið í Palestínu og munu að lokum verða dæmd meðsek þegar Alþjóðadómstóllinn kveður upp sinn lokadóm. Ísland gæti tekið forystu enn á ný ef við framfylgjum ákvæðum Sáttmálans gegn þjóðarmorði um viðurlög gegn þjóðum sem brjóta hann - og sett viðskiptabann á Ísrael. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar