Ekki frekari þjáningar takk! Ragnar Schram skrifar 2. ágúst 2024 14:00 Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun