Heimur á heljarþröm 12. júlí 2024 16:01 Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns. Það er augljóst og hefur verið lengi að þeimun fyrr sem brugðist er við vandanum því auðveldar mun það verða að snúa þróuninni við og jafnvel svo að verði það ekki gert í tíma gæti það orðið of seint til þess að raunverulegar lausnir séu til staðar sem væru framkvæmanlegar. Þær raddir sem töluðu fyrir því að nýta Covid tímabilið, sem hægði svo gífurlega á öllum umsvifum, voru fljótt undir í æpandi áróðri fyrir því að koma yrði hjólunum í gang að nýju og ekkert markmið æðra því en að komast á sama hraða og fyrir faraldurinn sem allra allra fyrst. Ekkert annað komst að og það var eins og að hlýnun jarðar vegna CO2 útblásturs af mannavöldum væri bara ekki lengur til staðar. Hafði bara gufað upp! Það er með ólíkindum hvernig mannskepnan hagar sér gagnvart lífríkinu sem hún virðist halda að hún geti drottnað yfir og sé ekki bara hluti af. Það er augljóst að ef fram heldur sem horfir þá munu afleiðingarnar verða hrikalegar og erfitt að sjá fyrir sér nokkuð annað en sívaxandi vandamál samfélaga í baráttunni við afleiðingar af hlýnun jarðar. Og hvað er verið að gera þegar þetta blasir við? Jú, auka útgjöld til hernaðar, krafist er nú að öll ríkji innan Nato auki fjárframlög til “varnarmála” up í 2% af landsframleiðslu og að fjótlega þurfi líklega að auka þau enn meira eða upp í 3 eða 4%. Þetta er auðvitað brjálæði í þessari stöðu sem við erum, allur kraftur ætti að fara í að finna lausnir á loftlagsvánni. Þess í stað er verið að stórauka framleiðslu á vopnum og hagkerfið undirbúið fyrir langvarandi stríðsrekstur ofan á sívaxandi neyslubrjálæðið sem hvergi má hrófla við. Jörðin verður ekki vænleg til ábúðar fyrir manninn innan skamms tíma ef fram heldur sem hotfir og það er kanski eina von lífríkisins á jörðu að losna við manninn sem er eina dýrategundin sem hefur áhrif á umhverfi sitt á ósjálfbæran hátt. Best sé þessvegna fyrir lífríkið í heild og til langs tíma að losna við þessa dýrategund í eitt skipti fyrir öll. Kapítalisminn virðist vera á góðri leið með það og erfitt að sjá eitthvað í spilunum sem bendir í aðra átt. Það ætti öllum að vera ljóst að neysluþjóðfélagið sem við búum við í dag getur ekki staðist til langframa og eitthvað róttækt verður að koma til ef fara á vel fyrir barnabörnum okkar og þeirra afkomendum. Við sjáum ekki leiðtoga á heimsvísu í augsýn sem líklegir eru til stórdáða né sjáum við alþjóðastofnanir eða alþjóðasamþyktir sem virka nægjanlega dempandi á brjálæðið. Spillingin vegna náinna tengsla stjórnmála og fjármagns í heiminum er orðin svo rótgróin að ekkert virðist geta komið í veg fyrir þær hörmungar sem virðast óumflýjanlegar, annaðhvort vegna heimsstyrjaldar eða til aðeins lengri tíma vegna afleiðinga loftlagsbreytinga. Fyrirmynd hins svokallaða lýðræðis á vesturlöndum, BNA með rætur í upplýsingunni, teflir fram tveimur karlmönnum á níræðisaldri, annar er vitgrannur heimskingi og hinn illa merktur af elli. Það þarf ekki mikla visku til að sjá að 235 mijóna þjóð ætti að geta haft aðra og betri kosti fyrir kjósendur ef lýðræðið væri að virka sem skyldi. Það ætti því að vera augljóst öllum að eitthvað mikið er að í ferlinu sem vaskar fram þessa kandidata. Á Íslandi er óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar forsætisráðherra með langa sögu vafasamra viðskipta að baki. Í báðum þessum löndum eru tengsl fjármálaafla og stjórnmála langt út fyrir það sem telja má eðlilegt og gerir í rauninni allt tal um lýðræði í því sambandi fáránlegt. Fjölmiðlar í eigu fjársterkra aðila halda allri umræðu í þjóðfélaginu innan ásættanlegra marka peningavaldsins og á Íslandi er ríkisfjölmiðillinn þar að auki undir sterku aðhaldi sömu afla gegnum Sjálfstæðisflokkinn, flokk fjármagnseigenda.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun