Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2025 07:00 Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Biðraðamenningin í íslensku stjórnkerfi er því miður orðin svo landlæg að við kippum okkur ekkert upp við það lengur að börn þurfi að mánuðum og árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Börn bíða árum saman eftir nauðsynlegri heilbrigðis- og velferðarþjónustu og slíkt hið sama á við þegar börn búa við það ástand að fá ekki að hitta foreldri sitt vegna ágreinings milli þeirra fullorðnu. Fyrir ekki svo löngu síðan gilti svokölluð þriggja mánaða regla innan stjórnsýslunnar, um að mál skyldi helst afgreitt innan þriggja mánaða frá því það barst stofnun eða embætti. Í dag er veruleikinn allt annar. Oftar en ekki er borgarinn heppinn hafi mál sem sent er stjórnsýslunni yfirleitt verið opnað innan þriggja mánaða, hvað þá leyst úr því. Þetta virðast ráðamenn bara líta á sem eðlilegan hlut, til mikils tjóns fyrir borgara landsins. Erindi þessa pistils er að beina sjónum dómsmálaráðherra að ófremdarástandi sem ríkir í málaflokki fjölskyldna hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Ástandi sem að hluta til smitast svo yfir í önnur sýslumannsembætti vegna fyrirkomulags sáttameðferða. Við samvistarslit þurfa foreldrar að leita til sýslumanns til að fá skrásetningu á því hvernig forsjá, lögheimili og umgengni ólögráða barna skuli háttað. Sama þurfa foreldar að gera sem síðar verða ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag. Séu foreldar ósammála um forsjá og lögheimili er ekki annað hægt en að leita til dómstóla því sýslumaður úrskurðar eingöngu um umgengni. Barnalögin fyrirskipa að áður mál er varðar forsjá, lögheimili eða umgengni séu leidd til lykta verði foreldrar að hafa undirgengist sáttameðferð. Ef foreldrar búa á höfuðborgarsvæðinu þá leita þau til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en á heimasíðu embættisins gefur að líta yfirlit yfir biðtímann sem mætir þeim. Þegar foreldri hefur sótt um breytingu á forsjá/lögheimili/umgengni þá er biðtími eftir fyrsta viðtali við fulltrúa sýslumanns heilir 9 mánuðir! Ef foreldrar koma ekki saman til fyrsta viðtals, þá lengist biðtíminn enn eftir að fulltrúi hafi fengið fram afstöðu hins foreldrisins. Eftir ágreiningur er til staðar þá þurfa þau að bíða eftir að komast í sáttameðferð. Bið eftir fyrsta tíma í sáttameðferð er heilir 8 mánuðir! Sáttameðferð getur tekið langan tíma og ef ágreiningur er mikill þá getur verið uppi sú staða í flóknum málum að barn hafi ekki fengið að hitta hitt foreldri sitt í tvö ár, jafnvel lengur. Ef ekki er ætlunin að fara fyrir dóm, heldur eingöngu fá úrskurð um umgengni þá þarf að bíða enn í nokkra mánuði eftir að sáttameðferð er lokið. Dæmi eru jafnvel um að eftir að málsaðilar höfðu lagt inn sínar tillögur að sáttum þá lágu þær ofan í skúffu í 6 mánuði þar til þær voru kynntar hinu foreldrinu, og allan þann tíma fékk barn ekki að hitta foreldri sitt. Er þannig á þriðja ár liðið frá því foreldri, sem ekki fær að hitta barn sitt, leitaði til sýslumanns. Fari foreldri með mál fyrir dóm þá tekur slík málsmeðferð um 12 – 18 mánuði. Samtals eru þarna liðin að minnsta kosti 3 ár af lífi barnsins og foreldra þess en jafnvel meira. Nú skal því haldið til haga að ekki allir foreldrar loka algjörlega á umgengni barns við hitt foreldrið í aðstæðum sem þessum, en það getur engu að síður verði aðkallandi að skráning lögheimilis barns sé ekki lengi í óvissu, vegna skólagöngu, barnabóta, meðlags ofl. Barn sem verður af svona mikilvægum tengslum við annað foreldri sitt árum saman verður fyrir varanlegu tjóni enda barnsárin dýrmætur tími í þroska og tengslamyndun. Að það taki stjórnvald svona langan tíma að ljúka einföldu verki eins og að afgreiða mál er varðar forsjá, lögheimili og umgengni barns er með öllu óásættanlegt. Það einfaldlega verður að gera betur. Dómsmálaráðherra verður að taka á þessum málaflokki. Öll athygli allra dómsmálaráðherra undanfarinna ára hefur farið í málefni fólks af erlendum uppruna. Nú biðla ég til dómsmálaráðherra að líta upp úr þeirri einstöku verkefnakistu og koma börnum til bjargar. Þeirra er framtíðin en með áframhaldandi vinnubrögðum eins og að ofan er lýst er verið að skaða þeirra framtíð. Höfundur er lögmaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun