Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá Rúnar Sigurjónsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Efnahagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun