Árið er 1990 Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2024 14:30 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun