Ísrael verður að hætta að drepa saklausa borgara á Gaza Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. maí 2024 19:00 Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Vinstri græn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 7. maí birti ég grein hér á Vísi þar sem ég sagði að innrás Ísraela á Rafah stríddi gegn allri mannúð. Síðan þá hefur Ísrael staðið fyrir landhernaði í hlutum borgarinnar og haldið áfram grimmilegum loftárásum. Framferði Ísraela heldur því áfram að leiða af sér hörmungar fyrir almenning á Gaza. Á sunnudagskvöld kviknaði í tjaldbúðum í borginni vegna sprengjuárásar Ísraels en bruninn dró 45 manns til dauða. Fólkið, sem hafði leitað skjóls í tjaldbúðunum, mætti þess í stað dauða sínum. Þetta kallar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels „slys“. Og, nú eru skriðdrekarnir komnir inn í miðja Rafah-borg. Ég fordæmi þetta skeytingarleysi fyrir mannslífum og vanvirðingu fyrir alþjóðalögum með öllu. Á myndum og myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sést hvaða óviðjafnanlegi hryllingur á sér nú stað í Rafah. Auk mannfalls sem telur tugi þúsunda eru hundruð þúsunda á vergangi og lifa í stöðugum ótta við árásir úr lofti eða af landi. Stjórnvöld ýmissa landa hafa aukið þrýsting sinn á Ísrael um að binda endi á stríðið. Sterkt dæmi um það er að Írland, Spánn og Noregur hafa nú viðurkennt sjálfstæði Palestínu, en Ísland og Svíþjóð voru einu löndin í Vestur-Evrópu sem höfðu gert það áður, Ísland árið 2011. Ákvörðun þessara landa er því söguleg og vonandi munu fleiri ríki fylgja í kjölfarið. Þann 10. maí síðastliðinn greiddi Ísland atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Í atkvæðaskýringu Íslands sagði meðal annars að Palestínu ætti að „vera fagnað sem 194. aðildarríki Sameinuðu þjóðanna“. Af því tilefni sagði utanríkisráðherra á Twitter/X að til séu dæmi um deilumál sem hafi virst algjörlega óyfirstíganleg en hafi verið leyst, og að það vilji Ísland að verði gert byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland hefur einnig aukið framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza í gegnum Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Alþjóðastofnanir hafa einnig tekið að skerast í leikinn. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í síðustu viku að Ísrael ætti að láta af öllum hernaðaraðgerðum á Rafah. Aðalsaksóknari alþjóðasakamáladómstólsins hefur einnig gefið út beiðni um handtökuskipan bæði á hendur Netanyahu, fleiri ísraelskum ráðamönnum ásamt leiðtogum Hamas. Ísraelsk stjórnvöld hafa því einangrast á alþjóðavettvangi en Bandaríkin halda enn hlífiskildi yfir þeim. Sem dæmi viðurkenna Bandaríkin ekki lögsögu alþjóðasakamáladómstólsins og hafa gefið út að þau muni ekki virða ákvörðun hans. Þá er þekkt að Bandaríkin beita ítrekað neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar setja á aukinn þrýsting á Ísrael. Allt gerist þetta þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn hafi í vetur komist að þeirri niðurstöðu að mögulega væri um að ræða hópmorð á Gaza og málarekstur stendur enn yfir í því máli, sem Suður-Afríka höfðaði gegn Ísrael. Blóðbaðinu verður að linna Íslensk stjórnvöld hafa á alþjóðavettvangi kallað eftir því að Ísrael og Hamas samþykki langvarandi vopnahlé og vinni að tveggja ríkja lausn. Það má ekki dragast. Ástandið á svæðinu er skelfilegt. Algerlega ómannúðlegt. Ísrael verður að hætta strax að tefja flutning hjálpargagna til Gaza. Ísrael verður að hætta hernaðinum. Blóðbaðinu verður að linna. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun