Öruggir innviðir samfélagsins Böðvar Tómasson skrifar 13. febrúar 2024 07:01 Greinin er lítillega breytt frá grein birtri 2013 og endurbirtri 2019. Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og er þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem samfélagið veitir takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Nýlegir atburðir á Reykjanesi sýna mikilvægi þess að huga að öryggi í stærra samhengi út frá heildarvirkni samfélaga, bæði sveitarfélaga og landsins í heild. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum, heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft er litið framhjá við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi detti út og þannig valdið keðjuverkun bilunarinnar. Skortur á heitu vatni, sem leiðir til rafmagnsleysis og takmarkana á notkun rafmagns, er dæmi um keðjuverkun afleiðinga. Stigmögnun afleiðinga getur svo orðið þegar aðrar bilanir verða í innviðum, t.d. vegna dreifingar á köldu vatni, sem verður erfiðara að bregðast við vegna annarrar viðvarandi hættu. Slökkvistörf eru háð köldu vatni og aukin rafmagnskynding vegna skorts á heitu vatni getur aukið eldhættu. Atburðir sem orðið hafa á Norður- og Vesturlandi sýna einnig þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður þar olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra-kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði, t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútímasamfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflsstöðvar eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er enn til staðar. Dæmi eru um að varaaflsstöðvar hafi ekki virkað eða klárað olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og samspil þeirra við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Ekki er nægjanlegt að viðbrögð við hættu séu góð ef fyrirbyggjandi aðgerðir til áhættuminnkunar eru ekki nægar. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Höfundur er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Greinin er lítillega breytt frá grein birtri 2013 og endurbirtri 2019. Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og er þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem samfélagið veitir takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Nýlegir atburðir á Reykjanesi sýna mikilvægi þess að huga að öryggi í stærra samhengi út frá heildarvirkni samfélaga, bæði sveitarfélaga og landsins í heild. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum, heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft er litið framhjá við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi detti út og þannig valdið keðjuverkun bilunarinnar. Skortur á heitu vatni, sem leiðir til rafmagnsleysis og takmarkana á notkun rafmagns, er dæmi um keðjuverkun afleiðinga. Stigmögnun afleiðinga getur svo orðið þegar aðrar bilanir verða í innviðum, t.d. vegna dreifingar á köldu vatni, sem verður erfiðara að bregðast við vegna annarrar viðvarandi hættu. Slökkvistörf eru háð köldu vatni og aukin rafmagnskynding vegna skorts á heitu vatni getur aukið eldhættu. Atburðir sem orðið hafa á Norður- og Vesturlandi sýna einnig þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður þar olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra-kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði, t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútímasamfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflsstöðvar eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er enn til staðar. Dæmi eru um að varaaflsstöðvar hafi ekki virkað eða klárað olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og samspil þeirra við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Ekki er nægjanlegt að viðbrögð við hættu séu góð ef fyrirbyggjandi aðgerðir til áhættuminnkunar eru ekki nægar. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Höfundur er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við HÍ.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun