Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun