Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. október 2025 17:01 Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Jafnréttismál Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Óbótamenn að verki Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun