Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. október 2025 17:01 Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Jafnréttismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er sótt að réttindum kvenna. Núna. Ekki bara í Bandaríkjunum eða Afganistan, heldur víða í Evrópu — og með hætti sem læðist hægt og hljótt inn í orðræðuna, stjórnmálin, stjórnsýsluna og stefnumótunina. Þess vegna verðum við að vera vakandi. Engin réttindi eru örugg nema við stöndum vörð um þau á hverjum degi. Í síðustu viku tókum við þessi mál til umræðu á fundi í Hannesarholti þar sem UN Women, Kvenréttindafélag Íslands og Heimili Heimsmarkmiðanna efndu til viðburðarins Að missa réttindi sín: yfirráð yfir eigin líkama í breyttu samfélagi. Þar ræddum við hvernig þessi réttindi, sem virtust einu sinni tryggð, eru nú víða undir árás og hversu mikilvægt er að greina og skilja rót vandans áður en bakslagið verður staðreynd. Yfirráð kvenna yfir eigin líkama eiga ekki að vera háð málamiðlun heldur eru þau kjarni mannréttinda. Þau vinnast í áföngum, þau haldast í krafti samstöðu og eru alltaf brothætt. Við vitum það af sögunni. Árið 2019 tókum við stórt skref á Íslandi þegar Alþingi samþykkti ný lög um þungunarrof. Með þeim var endanlega ákvörðunin færð frá nefndum og leyfisveitingum til konunnar sjálfrar. Í fyrsta sinn var lögfest að konan hefði sjálf fullt vald yfir eigin líkama og framtíð. Lögin voru einföld og skýr en tímamótin stór. Með þeim ræður konan sjálf. Þau tryggja rétt hennar til þungunarrofs að eigin beiðni, leggja áherslu á örugga og gjaldfrjálsa þjónustu, jafnt aðgengi um land allt og virðingu fyrir reisn kvenna. Þau drógu úr forræðishyggju og tóku af skarið: ákvörðunin er hennar en ekki kerfisins. Þessi breyting varð til í krafti þverpólitískrar samstöðu kvenna á Alþingi og þeirra karla sem studdu þennan þátt mannréttinda. Við sýndum að jafnréttismál eru ekki einkamál eins flokks heldur snúast þau um manngildi og mannréttindi. Sú samstaða gerði lögin möguleg. En nú, sex árum síðar, sjáum við merki bakslags. Í Evrópu hefur aðgengi að þungunarrofi víða verið skert. Í Bandaríkjunum hefur Hæstiréttur fellt úr gildi grundvallarvernd kvenna. Og víða eykst þrýstingur á að takmarka réttindi í nafni „hefðar“, „verndar“ eða „siðferðis“. Slíkur málflutningur er ekki hluti af fortíðinni – hann fer vaxandi núna. Í nútímanum. Við þurfum að greina rót vandans. Þetta snýst ekki aðeins um heilbrigðismál heldur líka – og ekki síður – efnahagslegt og pólitískt vald, um stjórn á tíma kvenna, lífi þeirra og möguleikum. Þess vegna tengjast þessi réttindi líka loftslagsmálum, félagslegu réttlæti og jöfnuði. Þegar vald er tekið frá konum, hvort sem það er yfir líkama þeirra eða framtíð, veikist lýðræðið sjálft. Engin lög lifa nema menningin, framkvæmdin og pólitískur vilji styðji þau. Við þurfum að tala skýrt, fræða, standa saman og nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Réttur kvenna til eigin líkama er mannréttindi. Hann er ekki samningsatriði. Það sem áunnist hefur getur tapast. En það sem við stöndum vörð um lifir. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Greinin byggir á erindi höfundar á fundi UN Women, Kvenréttindafélags Íslands og Hannesarholts 1. október 2025.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun