Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar 7. október 2025 16:03 „Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun