Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson, Einar Freyr Sigurðsson og Helga Hilmisdóttir skrifa 7. október 2025 11:30 Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Máltækni Íslensk tunga Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af. Langstærstur hluti þeirra texta sem líkönunum eru sýndir er á ensku. Flest stærstu mállíkönin eru þó fjöltyngd að því leyti að þau geta myndað texta á mörgum tungumálum. Bestu niðurstöðurnar sem fást úr líkönunum eru á málum sem mjög margir tala en tungumál sem færri tala standa ekki eins vel að vígi. Á alþjóðlegum fundi stjórnmálaleiðtoga, fræðimanna og fulltrúa tæknifyrirtækja um gervigreind í febrúar fyrr á þessu ári kom það fram að bæta þyrfti samkeppnisstöðu Evrópu. Meðal annars var rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim fjölmörgu tungumálum sem töluð eru í álfunni. Lykilatriði er að afla nægilegra gagna og vinna úr þeim svo að þau geti nýst til að búa til gervigreindarlíkön sem geta unnið með öll þessi tungumál. Liður í því er verkefnið European Language Data Space sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett á laggirnar. Þar geta eigendur gagna og rétthafar samið um notkun við þá sem vilja nýta þau. Árnastofnun hefur verið leiðandi í því að búa til og safna málgögnum á íslensku með það að markmiði að tryggja stöðu íslensku í tækniheiminum. Fimmtudaginn 9. október stendur Árnastofnun fyrir málþingi í samvinnu við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um European Language Data Space-verkefnið. Á málþinginu, Hagnýting málgagna með Language Data Space, tala íslenskir og erlendir sérfræðingar um markmiðið með verkefninu, markað fyrir málgögn og mikilvægi þeirra. Þá verða pallborðsumræður um málgögn, máltækni og gervigreind fyrir íslensku, og hvort og þá hvernig hægt sé að ná sátt um nýtingu textagagna við þróun gervigreindarlíkana. Málþingið er opið öllum áhugasömum og upplýsingar um skráningu má finna á vef Árnastofnunar, arnastofnun.is. Höfundar eru fræðimenn við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun