Gervigreind

Fréttamynd

Fjármálabylting: Gervi­greind og táknvæðing fyrir al­menning

Fyrir ekki svo löngu síðan voru peningar fyrst og fremst seðlar og mynt í vasa okkar. Síðar urðu þeir að plastkorti og í dag eru þeir að mestu leyti orðnir að smáforriti í símanum. Hvert skref hefur fært okkur aukin þægindi, en nú stöndum við á þröskuldi næsta áfanga í þessari þróun, áfanga sem snýst ekki aðeins um þægindi, heldur um völd.

Skoðun
Fréttamynd

Vé­fréttir og villu­ljós

Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram.

Skoðun
Fréttamynd

Mögu­leiki á sæ­streng til Banda­ríkjanna 2027 sem myndi „gjör­breyta stöðunni“

Hagmunasamtök iðnaðarins eiga núna í samtali við stjórnvöld vegna hugmynda um lagningu sæstrengs til Bandaríkjanna, sem gæti þá opnað fyrir uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi, og náist niðurstaða á allra næstu mánuðum væri raunhæft að slíkur strengur yrði tekin í notkun sumarið 2027. Það myndi „gjörbreyta stöðu“ Íslands í gervigreindarkapphlaupinu og skilað miklum útflutningstekjum.

Innherji
Fréttamynd

Dónatal í desem­ber

Sam Altman, forstjóri OpenAI, segir að næstu útgáfur gervigreindarforritsins ChatGTP muni geta hegðað sér „manneskjulegar“ og að opnað verði fyrir möguleikann á erótík.

Erlent
Fréttamynd

Hlutu risastyrk til að stofna mið­stöð um gervi­greind

Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC). Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervi­greind og dóm­greind

Það er mögulega að bera í bakkafullan lækinn að birta enn eina greinina hérna á Vísi um gervigreind. Mér finnst ég þó knúinn til að skrifa nokkur orð eftir að ég var viðmælandi í þætti af Silfrinu á RÚV fyrir nokkru síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar gagn­rýni á „rasshausa-ummæli“ sín

Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður segist hjartanlega sammála umræðunni sem skapast hefur í kringum ummæli sem hann lét falla í síðdegisútvarpinu á Rúv í gær. Í þættinum sagði hann að á tökustað þyrfti maður að vera tilbúinn fyrir alls kyns uppákomur, til dæmis leikkonu á blæðingum sem sé í vondu skapi.

Lífið
Fréttamynd

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning
Fréttamynd

Mál­gögn og gervi­greind

Texti og önnur gögn sem geyma upplýsingar um tungumálið eru lykillinn að þróun gervigreindarforrita á borð við ChatGPT, Claude og Gemini. Forritin byggja á mállíkönum sem eru mótuð með greiningu á textagögnum með það markmið að geta líkt eftir tungumálinu og myndað þannig læsilegan texta á öllum þeim málum sem það hefur „séð“ nógu mikið af.

Skoðun
Fréttamynd

AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI

Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þar sem gervi­greind er raun­veru­lega að breyta öllu

Þegar fólk heyrir orðið gervigreind í dag, kemur oftast upp í hugann spjallmenni sem semur ljóð eða forrit sem býr til furðulegar myndir af páfagaukum í geimnum. Þessi sýnilegi hluti gervigreindarinnar er útstillingargluggi tækninnar, vissulega heillandi, en raunveruleg umbyltingin á sér stað annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Segir spjallmenni Meta herja kyn­ferðis­lega á börn

Leikarinn Joseph Gordon-Levitt segir gervigreindarspjallmenni Meta ræða kynferðislega við börn og siðareglur fyrirtækisins gefi gervigreindinni fullt leyfi til þess. Eiginkona leikarans yfirgaf stjórn OpenAI vegna deilna um eigið eftirlit á gervigreindinni.

Lífið
Fréttamynd

Greindar­skerðing eða ofurgáfur með gervi­greind

Gervigreind er komin inn á heimili, vinnu og skóla á Íslandi. Við spyrjum, fáum ráð, látum skrifa drög og fáum útskýringar á flóknum málum. Hún er orðin eins og nýr starfsmaður í heilanum á okkur. En stóra spurningin er persónuleg og nærri okkur öllum: Erum við að uppfæra hugsun okkar eða einfaldlega að útvista henni? Gerir þetta okkur klárari eða latari?

Skoðun
Fréttamynd

„Gervi­greind er líka fyrir heimilið“

„Gervigreindin er framtíðin og nútíðin og skemmtilegt verkfæri sem er virkilega gaman að nota og á erindi við alla,“ segir tölvukennari sem fer víða þessar vikurnar með fyrirlestra um gervigreind.

Innlent
Fréttamynd

Sexfölduðu veltuna á einu ári

Sprotafyrirtækið Aldin Dynamics hlaut í dag viðurkenningu sem Vaxtarsproti ársins fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Velta jókst um 514 prósent milli ára, fór úr 151 milljón króna í 929 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervi­greindin stöðluð - öryggisins vegna

Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga.

Skoðun