Gervigreind

Fréttamynd

Ís­lenskan heldur velli

Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Stýrir gervi­greind mál­flutningi stjórn­mála­manna og semur stefnur stjórn­mála­flokkanna?

Í aðdraganda Alþingiskosninga getur verið erfitt fyrir kjósendur að leggja mat á það hvort að málflutningur stjórnmálamanna byggi á staðreyndum eða rakalausum þvættingi og hvort að framkomnar stefnur stjórnmálaflokkanna í hinum ýmsu málaflokkum séu nýjar og ferskar eða byggi á endurnýtingu eldri stefna með aðstoð gervigreindar, jafnvel frá öðrum stjórnmálaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Segir spjallþjarka bera á­byrgð á sjálfs­vígi sonar hennar

Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones.

Erlent
Fréttamynd

Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrir­tæki Noregs

Hugbúnaðarfyrirtækið Alda, sem setti Öldu lausnina í loftið fyrir ári síðan, hefur gert langtíma áskriftarsamning við Aker Solutions dótturfélag eins stærsta fyrirtækis Noregs, Aker samsteypunar. Samningurinn markar mikil tímamót fyrir Öldu og staðfestir stöðu fyrirtækisins sem leiðandi tæknilausn á sviði fjölbreytileika og inngildingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spyr hvort Ís­land vilji vera mið­punktur eða eftir­bátur annarra

Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dætur, systur, frænkur, vin­konur

Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greindin og at­vinnu­lífið

Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri.

Skoðun
Fréttamynd

Verndum ís­lenskuna! (Nema það kosti pening)

Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis.

Skoðun
Fréttamynd

Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum

Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

Á­forma lagningu nýrra sæ­strengja til að reisa gervi­greindar­gagna­ver á Ís­landi

Bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætla í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið felur í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla verulega alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Frá raf­mynt til gervi­greindar

Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.

Skoðun
Fréttamynd

Gervigreindin planaði sumar­frí fjöl­skyldunnar

Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtir gervi­greind í stað sér­fræðinga

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Innlent
Fréttamynd

Eigi ekki eftir að eyði­leggja mennta­kerfið

Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni.

Innlent
Fréttamynd

Er „Stem“ á­herslan í skóla­kerfinu tíma­skekkja?

Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. 

Skoðun
Fréttamynd

Lenti í of­beldis­sam­bandi með frönskum bíl

Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti.

Innlent
Fréttamynd

Fá hundrað milljónir til að þróa gervi­greind

Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær­eysku og græn­lensku bætt við Google Translate

Bráðum verður hægt að nota þýðingarvél Google til að þýða á og úr málum nágrannaþjóða okkar. Færeysku og grænlensku verður bætt við þýðingarvélina á næstunni ásamt 108 öðrum málum um allan heim, allt frá fámennum málsvæðum eins og Færeyjum og til fjölmennari mála eins og kantónsku.

Erlent