Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar 6. október 2025 13:32 Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun