Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar 6. október 2025 13:32 Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Greinarnar sem halda samfélaginu gangandi Af þeim tæplega 224 þúsund sem voru starfandi árið 2024 störfuðu um 49 þúsund manns á vettvangi fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Það þýðir að tæplega fjórði hver starfsmaður á Íslandi vann fyrir fyrirtæki sem snerti alla – heimili, stofnanir og fyrirtæki. Þessi staðreynd undirstrikar það sem margir gleyma:Án fólksins í verslun og þjónustu er íslenskt samfélag ekki vel smurð vél. Fyrsti vinnustaðurinn – skóli lífsins Fyrir marga hefst starfsferillinn í verslun og þjónustu.Hlutfall ungs fólks í þessum greinum er hærra en víðast annars staðar – og þar læra þau mikilvægustu lexíurnar á ferlinum: Að bera ábyrgð, vinna með fólki og afla tekna. Margir leiðtogar nútímans hófu feril sinn á gólfinu í smásölu, leikskólum eða þjónustu. Þeir vita að mannleg samskipti eru grundvöllur árangurs. Alþjóðlegt afl styrkir íslenskt atvinnulíf Um 24% starfsmanna í verslun og þjónustu eru af erlendu bergi brotnir – sama hlutfall og á vinnumarkaðnum í heild.Þeir gegna lykilhlutverki í því að halda uppi verslun, þjónustu og umfram allt lífsgæðum um land allt. Án erlendra starfsmanna mundi hjarta margra fyrirtækja einfaldlega slá hægar.Þetta er afl sem styrkir, mætir þörfum og tekur þátt í samfélaginu og það gagnast öllum. Frá bílstjórum til hönnuða – Störf framtíðarinnar Það er algengur misskilningur að störf í verslun og þjónustu séu aðeins „byrjunarstörf“.Raunin er sú að á sviði verslunar og þjónustu fyrirfinnst eitt fjölbreyttasta starfsumhverfi landsins – allt frá fólki sem starfar við ræstingar, sölufólki, og öryggisvörðum til bifvélavirkja, markaðsfólks, hönnuða, verkfræðinga og lækna. Þetta eru störf sem byggja á þekkingu, ábyrgð og mannlegum tengslum – og þau verða sífellt mikilvægari eftir því sem sjálfvirknin eykst. Gervigreindin verður nýtt til að létta fólki störfin og auka framleiðni.Framtíðin verður mannleg. Frá byrjanda til leiðtoga – leið til árangurs Í störfum mínum hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu, hef ég hitt ótal einstaklinga sem hófu feril sinn ung og ómenntuð en hafa í dag haslað sér völl sem stjórnendur, eigendur og leiðtogar. Ástæðan?Í þessum greinum snýst mest allt um fólk.Hvort sem starfsmenn hafa háskólagráðu eða ekki, þá er góð tilfinning fyrir fólki og hegðan þess gulli betri. Mannauður verslunar og þjónustu er einn af sprotum Íslands – verðmæti sem erlendir fjárfestar sjá og kunna að meta. Nýtt landslag – ný tækifæri Það sem ungt fólk taldi áður tímabundinn starfsvettvang er í dag hluti af framtíð Íslands.Frystihúsin voru oft fyrsta stopp ungs fólks en nú er það verslun og þjónusta sem opna dyr fólks að atvinnulífinu. Tækifærin eru víða – í nýsköpun, sjálfbærni, menntun, stafrænum lausnum og þjónustu sem byggir á trausti og tengslum.Þetta eru greinar sem tengja fólk, hugmyndaauðgi og framtíðarsýn. Framtíðin mótast í samtali Þriðjudaginn 7. október næstkomandi hittast stjórnendur fyrirtækja í verslun og þjónustu á Haustréttum SVÞ 2025, leiðtogafundi verslunar og þjónustu. Þar verður rætt um þróun, áskoranir og tækifæri — og hvernig við getum mótað framtíð sem byggir á fólki og trausti. Því framtíð verslunar og þjónustu er ekki skrifuð — hún er mótuð í samtali þeirra sem láta hlutina gerast. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun