Óþolandi öll þessi valdníðsla Inga Sæland skrifar 23. janúar 2024 12:01 Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun