Enn tapast tækifærin Jón Skafti Gestsson skrifar 20. janúar 2024 09:01 Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun