Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 9. janúar 2024 10:30 Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. Í heildina starfa 12.000 manns og 1.000 fyrirtæki á veitingamarkaði og engum blöðum er um það að fletta að bág staða og óstöðugleiki greinarinnar er bein afleiðing afleiddra kjarasamninga. Þar sem ítrekað hefur verið samið umfram innistöðu og þvert á hagsmuni greinarinnar. Umboðslaus aðili enn við stýri Óhjákvæmilegt er að samtökin verði hluti af kjaraviðræðum greinarinnar enda einn af aðilum vinnumarkaðsins, stærsta hagsmunafélag fyrirtækja á veitingamarkaði og hefur óumdeilanlega umboð sinna félagsmanna. Óboðlegt er að umboðslaus aðili semji fyrir okkar hönd. SA fara ekki með umboð félagsmanna SVEIT, sem eru sjálfstæðir atvinnurekendur og standa utan SA. Þar af leiðandi getur SA vart tekið sér það vald að gera kjarasamninga sem gildir almennt á markaði. Hvorki er lagaheimild fyrir því né samningur við SVEIT um að semja í umboði samtakanna. Samningsumboð SVEIT er ótvírætt og samtökin ættu með réttu að leiða kjaraviðæður fyrir greinina. Breytt fyrirkomulag EKKI lægri laun Krafa SVEIT er EKKI að lækka laun heldur sérkjarasamningur sem byggir á breyttu launafyrirkomulagi vegna sérstöðu greinarinnar. Slíkur samningur mun stuðla að stöðuleika bæði í rekstri og starfi auk þess að skapa samkeppnishæfan veitingamarkað. Það eru ekki nema tæplega 300 gildir kjarasamningar í dag og við þurfum sannarlega okkar. Hverra hagur er það að halda áfram á sömu braut og neyða fyrirtæki á veitingamarkaði í rekstrarumhverfi sem er ýtir undir hlutastörf og óstöðugleika? Neyðarástand veitingaþjónustu er ásættanlegur fórnarkostnaður Á veitingamarkaði ríkir neyðarástand, sérstaða greinarinnar hefur verið hundsuð ítrekað þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að launakostnaður er stærsti kostnaður greinarinnar. Eftir miðlunartillögu og brúarsamning er launahlutfall komið í 50% af veltu fyrirtækja. Hagsmunum greinarinnar hefur verið leikið sem peði og fórnað ítrekað í hagsmunaskák þeirra sem ráða ferð innan SA. Samningsaðilar sem bera ábyrgð á óstöðugleika og ómögulegum rekstrarskilyrðum vita mæta vel hverjar afleiðingar fórnfýsinnar yrðu. Samt sem áður er haldið áfram sömu leið og skilaboðin ótvíræð… gerið eins og ykkur er sagt! Höfrungasátt ekki þjóðarsátt Ef aðilar vinnumarkaðsins ætla raunverulega að stefna að þjóðarsátt er ljóst að SVEIT þarf sitt sæti. Höfrungahlaupið heldur áfram því flöt krónutöluhækkun upp á 26.000 krónur ofan á 50% launakostnað fyrirtækja á veitingamarkið mun ekki skapa né viðhalda störfum í greininni. Heldur þvert á móti og ósjálfbær þróun greinarinnar heldur áfram. SA og verkalýðshreyfingin hafa samið milli sín um, hvorki meira né minna en 63% launahækkun frá 2016. Útséð er að í þessu neyðarástandi þurfum við að fara aðrar leiðir. Þegar kerfið virkar ekki getum við annaðhvort sokkið með því eða lagað það. Óásættanlegt er að SVEIT sé haldið frá jafn mikilvægum ákvörðunum og kjarasamningum sem ramma inn einn mikilvægasta þátt rekstrarumhverfisins. Núverandi ástand og þróun er hvorki ásættanleg fyrir rekstraraðila né starfsmenn greinarinnar. Höfrungahlaupið heldur því áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT - Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun