Heimatilbúin lífskjarakrísa Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 2. janúar 2024 12:00 Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Íslenska krónan Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar, eða að minnsta kosti drjúgur hluti okkar, búum við lífskjarakrísu. Hún er því miður heimatilbúin. Hér á Íslandi eru allar forsendur til að hafa það með allra besta móti. Við erum í hópi ríkustu ríkja jarðarinnar og samfélagið er friðsamt, vel menntað og dýnamískt. Við höfum hinsvegar valið að valda drjúgum hluta þjóðarinnar alvarlegum búsifjum um áratugaskeið með því að halda úti örgjaldmiðli sem heldur ekki einu sinni verðgildi sínu þó hagvöxtur mælist með því mesta sem gerist í vestrænu ríki. Það hefur þó dregið verulega úr hagvexti að undanförnu, en það má rekja það lóðbeint til afleiðinga af úthaldi þessa örgjaldmiðils og afleitrar efnahagsstjórnunar undanfarinna ára sem hefur skilað sér í þrálátri verðbólgu og hæstu stýrivöxtum á byggðu bóli. En það er til lausn á þessu gjaldmiðlamáli. Hún er sú að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru að loknu aðildarferli og jákvæðri þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Hagstjórnarvandamálin má að stórum hluta leysa með því að koma Sjálfstæðisflokknum út úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Sú tilraun að hafa flokk þar við stjórnvölinn sem ber hausnum við steininn í úreltum frjálshyggjukreddum níunda áratugar síðustu aldar, er núna fullreynd og hún hefur skilað sér í umræddri lífskjarakrísu. Þar er ekki Covid, ekki Brexit, ekki Evrópusamandinu eða stríðinu í Úkraínu um að kenna, heldur ranghugmyndum Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og varðstöðu hans um örgjaldmiðilinn. Verkefnið framundan er stórt. Það er að snúa ríkinu af þeirri braut aðgerðarleysis og úthugsaðs umhyggjuleysis um almannaþjónustuna sem hefur einkennt stjórnarhætti núverandi ríksstjórnar. Það gildir einu hversu háfleygt ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknar tala og hversu vel þeir meina, það strandar allt á úreltum frjálshyggjukreddum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem trúa blint á skattalækkanir á eina prósentið í anda hugmynda Ayn Rand um ofurmenni athafnalífsins og niðurskurð í almannaþjónustu sem hefur skilað sér í fjársveltu heilbrigðiskerfi sem miklum meirihluta landsmanna finnst ekki bjóða upp á boðlega þjónustu. Það hefur líka skilað sér í fjársveltu velferðarkerfi, þar sem ábyrgðinni er velt á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi. Í fjársveltu fangelsiskerfi, þar sem dómar fyrnast þar sem ekki eru til pláss til að kalla afbrotamenn í afplánun og þar sem konur sem hafa verið dæmdar fyrir smáglæpi þurfa að afplána í öryggisfangelsum. Í vanfjármagnaðasta háskólakerfi í OECD, grotnandi vegum og myglandi innviðum. Í einstöku metnaðarleysi í almannasamgöngum þar sem ríkið þvælist frekar fyrir en styður við. Og eins og þetta sé ekki nóg þá eru landhelgisgæsla og lögregla markvisst fjársvelt líka og landhelgisgæslan þarf að leigja frá sér helsta öryggistæki sitt, einu flugvélina sína, til að endar nái saman hjá henni. Sem þeir gera ekki. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í neinum takti við fjölgun þjóðarinnar og skipulögð glæpastarfsemi og gengjastríð eru að ná fótfestu í landinu. Maður þarf að vera í meira en lítilli afneitun gagnvart ástandinu til að sjá ekki krísuna sem nú er uppi. Hún er auðvitað ekki allstaðar. Eina prósentið, sem ríkisstjórnin stendur vörð um, finnur ekki fyrir henni. En við hin gerum það. Það er svo sannarlega kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn lýðveldisins. Það frí þyrfti helst að standa í nokkra áratugi svo hægt sé að vinda ofan af þeim skaða sem flokkurinn hefur valdið og hefja nýja lífskjarasókn fyrir almenning hér á þessu gjöfula landi í nánu félagi við vinaþjóðir okkar í Evrópu. Vonandi hefst það frí á komandi misserum. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun